Fórst full af áhrifavöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:39 Mariah Sunshine Coogan hafði sent vinum sínum myndband skömmu fyrir flugtak. Facebook Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira