Mikil eftirvænting vegna komu umdeildasta manns veraldarvefsins Jakob Bjarnar skrifar 25. maí 2018 15:07 Jordan Peterson er einn umdeildasti maður veraldarvefsins í dag. Gunnlaugur segir að hann hafi pantað hann til landsins áður en frægðarsól hans reis svo um munaði. Gettys Uppselt er á tvo fyrirlestra kanadíska sálfræðingsins Jordan Peterson en hann mun troða upp í Hörpu 4. og 5. júní, sem er eftir um það bil viku. Gunnlaugur Jónsson, aðalskipuleggjandi atburðanna, er í skýjunum og segir þetta með miklum ólíkindum. „Þegar við fórum af stað var hann ekki jafn frægur og nú er. Við leigðum sal fyrir 300 manns og vonuðumst eftir svona 200. Svo seldum við upp og svo 850 manna sal og nú aftur. Samtals 1700 manns! Það er frábært að sjá hve mikill áhugi er á hugmyndum og hve margir hafa uppgötvað þennan uppbyggilega boðskap. Þetta er ótrúlegur árangur. Það var í raun frábært að ná honum hingað til lands. Peterson hefur hingað til nánast eingöngu flutt fyrirlestra í enskumælandi löndum. Þetta skýrist af því að ég fann hann snemma og bauð honum í fyrra að koma núna. Svo varð hann svona stórfrægur af boðskap sínum í millitíðinni.“Einhver umtalaðasti einstaklingur veraldarvefsins Stórfrægur eru engar ýkjur. Jordan Peterson er einn umtalaðasti maður heims í dag, sannkölluð stórstjarna á internetinu, ekki síst á YouTube hvar hann hefur birt fjölda fyrirlestra sinna. Frægðarsól hans reis hratt í kjölfar viðtals sem Cathy Newman á BBC tók við hann á Channel 4 í upphafi þessa árs, en margir eru þeirrar meiningar að hún hafi viljað gera honum upp skoðanir – viðtalið það hefur verið greint í tætlur á YouTube og hafa um 10 milljónir manna horft á það.Vísir spurði Gunnlaug; hvers vegna þessi mikli áhugi á Peterson? „Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að fólk er búið að sjá til hans. Fyrirlestrar hans eru heillandi og skemmtilegir. Þeir eru mjög upplýsandi og fólk lærir um sjálft sig. Svo sýnir það sig að fólk nær virkilega að bæta líf sitt.“Harðlega gagnrýndur meðal annars á Íslandi Menn verða ekki umtalaðir nema vera umdeildir. Jordan Peterson hefur snert á mörgum viðkvæmum málefnum, tekið skýra afstöðu til þeirra og í kjölfarið verið úthrópaður, meðal annars hér á landi. Svo aðeins eitt dæmi af mörgum sé nefnt þá hefur Illugi Jökulsson rithöfundur kallað hann hálfvita, og hafa hatramar umræður um Peterson geisað á Facebookvegg hans.En, af hverju telur Gunnlaugur að Peterson sé svona umdeildur og hreinlega úthrópaður af ýmsum? „Ég held að það hljóti alltaf að gerast þegar einhver nær svona miklum árangri að gagnrýnisraddir heyrist, og sennilega sérstaklega þegar viðkomandi tjáir sig um þjóðfélagsmál. En þessi gagnrýni var mjög kjánaleg og byggð á ósannindum. Því var svarað og það taka svona auðvitað fáir alvarlega. Það er sjálfsagt að gagnrýna alla, en menn ættu ekki að segja ósatt.“Hvað skýrir þennan ofsa sem Peterson vekur? En, nánar að þessum ofsa sem hann veldur. Hvað skýrir hann? Getur verið að einhverjir hópar telji hagsmunum sínum ógnað með því sem hann boðar?„Já, ég tel það. Hann afhjúpar ákveðnar öfgar sem hafa átt sér stað á meðal hópa sem hugsa á marxískum nótum og hafa yfirfært marxíska módelið á ýmiss konar hópa og vilja flokka fólk sem valdafólk og fórnarlömb.Gunnlaugur segir Peterson hafa gagnrýnt pólitískan rétttrúnað og í raun dálítið fyndið að þá sé brugðist við með þeirri öfgafullu hegðun og raun ber vitni.Þetta hefur verið kallað merkimiðapólitík (identity politics á ensku) og eru frá bæjardyrum mínum, og Petersons, öfgar. Það gremst þeim náttúrlega. En það réttlætir auðvitað ekki að sagt sé ósatt um Peterson. Heiðarlegt væri að takast á við það sem hann segir í raun.“Þannig að þú vilt þá meina að sú harða andstaða sem hann mætir sanni í raun mál hans? „Já, því hann hefur gagnrýnt svokallaðan pólitískan rétttrúnað, sem birtist í nákvæmlega þessum aðferðum. Það er í raun dálítið fyndið að þá sé brugðist svona við og þessi öfgafulla hegðun sýnd. Þetta er eins og einhver sem játar óvart í vitnastúkunni í lögfræðidrama. Og mér sýnist allir sjá það. Að minnsta kosti jókst salan á miðum þegar þetta kom fram.“Bókin komin út á Íslandi Eins og fram kom í máli Gunnlaugs var bók Peterson að koma í bókabúðir nú í dag. Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu gefur bókina út á Íslandi. Hann segir að Tólf lífsreglur séu líklega mest selda bók þessa árs í Bandríkjunum og í Bretlandi, þar sem hún var lengi í efsta sæti Amazon vinsældarlistans yfir allar bækur, en bókin kom út á ensku í lok janúar síðastliðnum.Jónas segir að Íslendingar séu meðal þeirra fyrstu sem geta lesið bók Jordan Peterson á móðurmáli sínu.Jónas segir jafnframt að útgefandi bókarinnar sé Penguin Random House-Kanada og hefur rétturinn verið seldur út um allan heim. Þetta er þegar orðið mest selda bók þessarar útgáfu frá stofnun en einhverjar milljónir bóka eru nú þegar seldar. Unnið er að þýðingu á bókinni á tugi tungumála en íslenska útgáfan er sú þriðja í röðinni, einungis Hollendingar og Portúgalir voru á undan Íslendingum að koma bókinni út á sínu tungumáli. Þannig kemur bókin út fyrr út á íslensku en til dæmis á þýsku, spænsku, frönsku eða kínversku. Þýðendur bókarinnar eru Herdís M Hübner og Sigurlína Davíðsdóttir.Tryggði sér réttinn áður en bókin var fullskrifuð „Bókinni verður dreift í verslanir nú í dag. Almenna bókafélagið var komið með útgáfuréttinn á Íslandi áður en bókin hafði verið fullskrifuð. Við bara biðum spennt eftir að handritið yrði klárað og þá gátum við hafist handa við þýðinguna. Það skýrir hvers vegna við erum svona fljótt á ferðinni með útgáfuna miðað við önnur lönd.“ Að mati Jónasar er þetta einstaklega góð bók. „Þetta eru góðar lífsreglur sem gera lesandann að betri manneskju á eftir. Þetta er svona „feel good“ sjálfshjálparbók sem leynir mjög á sér. Auðlesin en djúp á sama tíma.“En, hefur einhver hiti sem er í kringum Jordan Peterson beinst gegn útgáfunni? „Nei, við hjá útgáfunni höfum ekki orðið vör við neina óánægju með að bókin sé að koma út. Jordan Peterson er hófsamur maður og eins fjarri öllum öfgum og hugsast getur. Ég gef ekkert fyrir eitthvað tal um annað því að það er bara ekki satt,“ segir Jónas og bendir á að Jordan Peterson muni árita bókina í Hörpu, þá er hann talar þar fyrir fullu húsi eftir um viku. Tengdar fréttir Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Uppselt er á tvo fyrirlestra kanadíska sálfræðingsins Jordan Peterson en hann mun troða upp í Hörpu 4. og 5. júní, sem er eftir um það bil viku. Gunnlaugur Jónsson, aðalskipuleggjandi atburðanna, er í skýjunum og segir þetta með miklum ólíkindum. „Þegar við fórum af stað var hann ekki jafn frægur og nú er. Við leigðum sal fyrir 300 manns og vonuðumst eftir svona 200. Svo seldum við upp og svo 850 manna sal og nú aftur. Samtals 1700 manns! Það er frábært að sjá hve mikill áhugi er á hugmyndum og hve margir hafa uppgötvað þennan uppbyggilega boðskap. Þetta er ótrúlegur árangur. Það var í raun frábært að ná honum hingað til lands. Peterson hefur hingað til nánast eingöngu flutt fyrirlestra í enskumælandi löndum. Þetta skýrist af því að ég fann hann snemma og bauð honum í fyrra að koma núna. Svo varð hann svona stórfrægur af boðskap sínum í millitíðinni.“Einhver umtalaðasti einstaklingur veraldarvefsins Stórfrægur eru engar ýkjur. Jordan Peterson er einn umtalaðasti maður heims í dag, sannkölluð stórstjarna á internetinu, ekki síst á YouTube hvar hann hefur birt fjölda fyrirlestra sinna. Frægðarsól hans reis hratt í kjölfar viðtals sem Cathy Newman á BBC tók við hann á Channel 4 í upphafi þessa árs, en margir eru þeirrar meiningar að hún hafi viljað gera honum upp skoðanir – viðtalið það hefur verið greint í tætlur á YouTube og hafa um 10 milljónir manna horft á það.Vísir spurði Gunnlaug; hvers vegna þessi mikli áhugi á Peterson? „Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að fólk er búið að sjá til hans. Fyrirlestrar hans eru heillandi og skemmtilegir. Þeir eru mjög upplýsandi og fólk lærir um sjálft sig. Svo sýnir það sig að fólk nær virkilega að bæta líf sitt.“Harðlega gagnrýndur meðal annars á Íslandi Menn verða ekki umtalaðir nema vera umdeildir. Jordan Peterson hefur snert á mörgum viðkvæmum málefnum, tekið skýra afstöðu til þeirra og í kjölfarið verið úthrópaður, meðal annars hér á landi. Svo aðeins eitt dæmi af mörgum sé nefnt þá hefur Illugi Jökulsson rithöfundur kallað hann hálfvita, og hafa hatramar umræður um Peterson geisað á Facebookvegg hans.En, af hverju telur Gunnlaugur að Peterson sé svona umdeildur og hreinlega úthrópaður af ýmsum? „Ég held að það hljóti alltaf að gerast þegar einhver nær svona miklum árangri að gagnrýnisraddir heyrist, og sennilega sérstaklega þegar viðkomandi tjáir sig um þjóðfélagsmál. En þessi gagnrýni var mjög kjánaleg og byggð á ósannindum. Því var svarað og það taka svona auðvitað fáir alvarlega. Það er sjálfsagt að gagnrýna alla, en menn ættu ekki að segja ósatt.“Hvað skýrir þennan ofsa sem Peterson vekur? En, nánar að þessum ofsa sem hann veldur. Hvað skýrir hann? Getur verið að einhverjir hópar telji hagsmunum sínum ógnað með því sem hann boðar?„Já, ég tel það. Hann afhjúpar ákveðnar öfgar sem hafa átt sér stað á meðal hópa sem hugsa á marxískum nótum og hafa yfirfært marxíska módelið á ýmiss konar hópa og vilja flokka fólk sem valdafólk og fórnarlömb.Gunnlaugur segir Peterson hafa gagnrýnt pólitískan rétttrúnað og í raun dálítið fyndið að þá sé brugðist við með þeirri öfgafullu hegðun og raun ber vitni.Þetta hefur verið kallað merkimiðapólitík (identity politics á ensku) og eru frá bæjardyrum mínum, og Petersons, öfgar. Það gremst þeim náttúrlega. En það réttlætir auðvitað ekki að sagt sé ósatt um Peterson. Heiðarlegt væri að takast á við það sem hann segir í raun.“Þannig að þú vilt þá meina að sú harða andstaða sem hann mætir sanni í raun mál hans? „Já, því hann hefur gagnrýnt svokallaðan pólitískan rétttrúnað, sem birtist í nákvæmlega þessum aðferðum. Það er í raun dálítið fyndið að þá sé brugðist svona við og þessi öfgafulla hegðun sýnd. Þetta er eins og einhver sem játar óvart í vitnastúkunni í lögfræðidrama. Og mér sýnist allir sjá það. Að minnsta kosti jókst salan á miðum þegar þetta kom fram.“Bókin komin út á Íslandi Eins og fram kom í máli Gunnlaugs var bók Peterson að koma í bókabúðir nú í dag. Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu gefur bókina út á Íslandi. Hann segir að Tólf lífsreglur séu líklega mest selda bók þessa árs í Bandríkjunum og í Bretlandi, þar sem hún var lengi í efsta sæti Amazon vinsældarlistans yfir allar bækur, en bókin kom út á ensku í lok janúar síðastliðnum.Jónas segir að Íslendingar séu meðal þeirra fyrstu sem geta lesið bók Jordan Peterson á móðurmáli sínu.Jónas segir jafnframt að útgefandi bókarinnar sé Penguin Random House-Kanada og hefur rétturinn verið seldur út um allan heim. Þetta er þegar orðið mest selda bók þessarar útgáfu frá stofnun en einhverjar milljónir bóka eru nú þegar seldar. Unnið er að þýðingu á bókinni á tugi tungumála en íslenska útgáfan er sú þriðja í röðinni, einungis Hollendingar og Portúgalir voru á undan Íslendingum að koma bókinni út á sínu tungumáli. Þannig kemur bókin út fyrr út á íslensku en til dæmis á þýsku, spænsku, frönsku eða kínversku. Þýðendur bókarinnar eru Herdís M Hübner og Sigurlína Davíðsdóttir.Tryggði sér réttinn áður en bókin var fullskrifuð „Bókinni verður dreift í verslanir nú í dag. Almenna bókafélagið var komið með útgáfuréttinn á Íslandi áður en bókin hafði verið fullskrifuð. Við bara biðum spennt eftir að handritið yrði klárað og þá gátum við hafist handa við þýðinguna. Það skýrir hvers vegna við erum svona fljótt á ferðinni með útgáfuna miðað við önnur lönd.“ Að mati Jónasar er þetta einstaklega góð bók. „Þetta eru góðar lífsreglur sem gera lesandann að betri manneskju á eftir. Þetta er svona „feel good“ sjálfshjálparbók sem leynir mjög á sér. Auðlesin en djúp á sama tíma.“En, hefur einhver hiti sem er í kringum Jordan Peterson beinst gegn útgáfunni? „Nei, við hjá útgáfunni höfum ekki orðið vör við neina óánægju með að bókin sé að koma út. Jordan Peterson er hófsamur maður og eins fjarri öllum öfgum og hugsast getur. Ég gef ekkert fyrir eitthvað tal um annað því að það er bara ekki satt,“ segir Jónas og bendir á að Jordan Peterson muni árita bókina í Hörpu, þá er hann talar þar fyrir fullu húsi eftir um viku.
Tengdar fréttir Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59