Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 09:49 Sindri Þór yfirgaf landið síðastliðinn þriðjudag en var handtekinn í Amsterdam í gær. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. Það er þó óljóst hversu langan tíma ferlið mun taka að koma Sindra til landsins en hann var handtekinn í Hollandi í gær. Það þarf því að framselja hann til Íslands og er óvíst hvenær af því verður. Þorgils vonast þó til að það taki ekki lengri tíma en rúma viku. Hann segir það fari í raun og veru svolítið eftir þjóðum hverju sinni hvernig framsalsferlinu sé háttað en segir að sér skiljist að Holland sé nokkuð þægilegt þegar kemur að þessum málum. Næstu skref í málinu eru þau að sögn Þorgils að íslensk yfirvöld hafa samband við hollensk og fer þá diplómatískt framsalsferli, sem er nokkuð flókið, í gang. Sindri var handtekinn í Amsterdam í gær en alþjóðleg handtökuskipun hefur verið í gildi á hendur honum síðan hann strauk frá Fangelsinu Sogni aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Sindri flaug frá Keflavík til Svíþjóðar en Þorgils kveðst ekki hafa upplýsingar um það hvernig Sindri ferðaðist frá Svíþjóð til Amsterdam. Þá segist hann aðspurður ekki hafa fengið það staðfest klukkan hvað Sindri var handtekinn í gær eða nákvæmlega hvar og heldur ekki hvort hann hafi gefið sig fram eða verið handtekinn gegn vilja sínum.Verður ekki kominn til landsins áður en gæsluvarðhaldið rennur út Á þriðjudaginn var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi miðvikudags að sögn Þorgils. Það rennur út klukkan 16 en Þorgils kærði úrskurð héraðsdóms ekki til Landsréttar þar sem hann náði ekki í skjólstæðing sinn. Þorgils segir það liggja fyrir að Sindri verði ekki kominn heim áður en úrskurðurinn rennur út en á meðan framsalsferlið er í gangi mun Sindri vera í haldi hollenskra yfirvalda. Sindri hafði sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Hann hafði verið í varðhaldi á grundvelli almannahagsmuna að Sogni sem er opið fangelsi, þar sem föngum er treyst til þess að fara hvergi. Það komi niður á þeim bregðist þeir því trausti hefur komið fram í máli fangelsismálastjóra. Hann hafði verið tíu daga á Sogni þegar hann flúði. Búnaðurinn er hluti af þýfinu í þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð á sex vikna tímabili frá 5. desember til 16. janúar þar sem 600 tölvum að verðmæti rúmlega 200 milljónum króna var stolið. Grunur leikur á að málið gæti teygt anga sína til annarra landa. Voru tölvurnar sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04 Sindri handtekinn í Amsterdam Strauk úr fangelsinu á Sogni fyrir tæpri viku. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Birti mynd af sér með Sindra Þór í Amsterdam Stuðningsyfirlýsing við besta vin sinn segir Hafþór Logi Hlynsson. 23. apríl 2018 00:04