Linda P opnar sig um heilablóðfallið: „Heyrði allt en gat ekki tjáð mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2018 10:30 Linda P var viðmælandi hjá Völu Matt í Íslandi í dag á föstudagskvöldið. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Það er alltaf nóg að gera hjá mér og ég sit sjaldan auðum höndum. Við búum semsagt í Palm Springs í Kaliforníu og svo erum við líka með heimilið okkar úti á Álftanesi,“ segir athafnakonan Linda Pétursdóttir í samtali við Völu Matt í þættinum Ísland í dag á föstudagskvöldið. Þar opnaði Linda sig um að hún hafi fengið snert af heilablóðfalli á dögunum. „Við erum að fara svolítið mikið fram og til baka. Ég er síðan alveg að fara inn á síðasta árið mitt í fjarnáminu við Bifröst þar sem ég er að læra heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Síðan veikist ég í haust og fékk vægt heilablóðfall. Það vildi þannig til að þetta var bara á miðjum sunnudegi og ég hafði meira segja farið í messu um morguninn og var hún mjög andleg í róleg. Síðan eftir hádegi fer ég að verða rosalega þreytt og hugsa hvort ég þurfi bara að fara fá mér tvöfaldan expressó.“ Linda segist hafa fundið þarna að hún varð veikari með hverri mínútunni. Þegar þarna var komið við sögu þurfti kærasti Lindu að styðja við hana þegar hún gekk. „Ég var búin að missa allan mátt og síðan fer ég að detta smá út. Ég heyri í raun allt sem verið var að segja í kringum mig en er í raun meðvitundarlaus á köflum. Það er ákveðið að skutlast með mig upp á sjúkrahús. Þegar þangað er komið kemur neyðarteymi út og ég ég er keyrð inn í hjólastól. Þar fór ég í allskyns heilaskanna og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er ég alveg lömuð, nema ég gat aðeins hreyft annan fótlegginn. Það var það óhugnanlegasta við þetta. Ég skildi og skynjaði allt sem var í gangi en ég gat ekki tjáð mig.“Dóttir Lindu aðstoðaði hana mikið á sjúkrahúsinu.Linda P heldur úti gríðarlega vinsælli Facebook-síðu og eru alls 254 þúsund manns að fylgja henni á þeim vettvangi. Einnig heldur hún úti skemmtilegri vefsíðu. „Þetta var mjög óhugnanleg lífsreynsla og það er mjög erfitt að vera föst inni í líkamanum. Ég heyrði allt en gat ekki tjáð mig. Sem betur fer tók það innan við sólahring að fá smá saman máttinn aftur. Ég var mjög glöð þegar ég var farin að ganga í tíu mínútur í senn. Ég þakka bara fyrir hvað ég hef búin að lifa heilbrigðum lífstíl lengi og mánuði seinna var ég komin í ræktina aftur.“ Hún segist hafa farið hægt af stað og náð að byggja sig vel upp. „Það er ekki nóg að hugsa bara um líkamlega heilsu og maður verður einnig að huga vel að andlegri heilsu. Þarna var ég undir miklu álagi og þetta verð útkoman. Ég er bara töffara og gefst aldrei upp. Kannski stundum einum of og það er allt í lagi að slaka á. Það er allt í lagi að gera ekki neitt stundum. Þetta vakti mig verulega til umhugsunar. Heilsan verður að vera númer 1, 2 og 3.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira