Tom Cruise of lágvaxinn fyrir Jack Reacher Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 21:34 Lee Child ásamt Tom Cruise. Vísir/Getty Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher. Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Bandaríski leikarinn Tom Cruise mun ekki leika Jack Reacher aftur. Ástæðan er sú að Cruise þykir of lágvaxinn til að leika þessa úrræðagóðu hetju. Tom Cruise er 170 sentímetra hár en í bókunum er Jack Reacher lýst sem manni sem er 195 sentímetra hár og með hendur á stærð við matardiska. Cruise hefur leikið Reacher í tveimur myndum, Jack Reacher og Jack Reacher: Never Go Back.Lee Child, höfundur Jack Reacher-bókanna, sagði í samtali við BBC að Cruise væri hæfileikaríkur leikari en hefði þó ekki þá líkamsburði sem þyrfti til að leika Reacher. Rithöfundurinn bætti við að stefnt væri að því að gera sjónvarpsseríu um Reacher og verður Cruise þar fjarri góðu gamni. Aðdáendur bókanna höfðu kvartað yfir því að Tom Cruise hefði verið fenginn til að leika hinn mikilfenglega Reacher. „Ég hafði gaman að því að vinna með Cruise. Hann er virkilega fínn gaur. Við skemmtum okkur konunglega. En lesendurnir höfðu rétt fyrir sér. Stærð Reacher skiptir miklu máli og hefur mikið um að segja hvers konar karakter hann er.“ Child bætti við að hugmyndin að baki Reacher væri sú að allir þeir sem mættu honum í fyrsta sinn ættu að vera eilítið hræddir. Cruise náði ekki að endurspegla þann eiginleika persónunnar að mati Child. Fyrri Jack Reacher myndin hlaut góða dóma og mikla aðsókn. Hún þénaði um 218 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Leikstjóri fyrri myndarinnar var Christopher McQuarrie, sem er leikstjóri síðustu tveggja Mission Impossible-myndanna sem Cruise leikur í. Seinni myndin fékk bæði lakari aðsókn og dóma frá gagnrýnendum og gæti það hafa átt þátt í því að ákveðið var að byrja upp á nýtt og gera sjónvarpsseríu um Reacher.
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira