Hreyfðar kistuleifar fundust nærri Landsímareitnum Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 23:59 Lindarvatn hyggur á byggingu hótels á Landssímareitnum en framkvæmdir hófust fyrr á árinu. vísir/vilhelm Hreyfðar kistuleifar fundust nærri framkvæmdasvæðinu við Landsímareitinn í miðborg Reykjavíkur í gær. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur sem hefur haft umsjón með rannsókn á þessu svæði, segir í samtali við Vísi að leifarnar hafi fundist við framkvæmdaeftirlit vegna þess að framkvæmdir á byggingu á Landsímareitnum eru að hefjast. Þegar gamlar lagnir voru skoðaðar komu í ljós kistuleifar og voru framkvæmdir stöðvaðar á því svæði. Í frétt Morgunblaðsins af fundinum kom fram að líkkista hefði fundist undir Landsímahúsinu. Vala segir það ekki rétt heldur fundust leifarnar fyrir utan Landsímareitinn og kistuleifarnar líklegast frá framkvæmdinni árið 1967. Vala segir þetta hafa verið kistuleifar í hreyfðum lögum, sem þýðir að búið er að hreyfa leifarnar, en engin bein hafi fundist. Hún segir að þessi hreyfðu lög verði teiknuð upp og skrásett á morgun og framkvæmdir stöðvaðar á því svæði þar til búið verður að rannsaka og kortleggja þann hluta sem kistuleifarnar fundust. Verið var að skipta út ljósleiðara og setja nýjan á þessu svæði sem er nærri Landsímareitnum. Málið hafi því með Mílu, Veitur og Gagnaveituna að gera, en ekki verktakafyrirtækið Lindarvatn sem sér um framkvæmdir á Landsímareitnum þar sem stendur til að reisa hótel. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Hreyfðar kistuleifar fundust nærri framkvæmdasvæðinu við Landsímareitinn í miðborg Reykjavíkur í gær. Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur sem hefur haft umsjón með rannsókn á þessu svæði, segir í samtali við Vísi að leifarnar hafi fundist við framkvæmdaeftirlit vegna þess að framkvæmdir á byggingu á Landsímareitnum eru að hefjast. Þegar gamlar lagnir voru skoðaðar komu í ljós kistuleifar og voru framkvæmdir stöðvaðar á því svæði. Í frétt Morgunblaðsins af fundinum kom fram að líkkista hefði fundist undir Landsímahúsinu. Vala segir það ekki rétt heldur fundust leifarnar fyrir utan Landsímareitinn og kistuleifarnar líklegast frá framkvæmdinni árið 1967. Vala segir þetta hafa verið kistuleifar í hreyfðum lögum, sem þýðir að búið er að hreyfa leifarnar, en engin bein hafi fundist. Hún segir að þessi hreyfðu lög verði teiknuð upp og skrásett á morgun og framkvæmdir stöðvaðar á því svæði þar til búið verður að rannsaka og kortleggja þann hluta sem kistuleifarnar fundust. Verið var að skipta út ljósleiðara og setja nýjan á þessu svæði sem er nærri Landsímareitnum. Málið hafi því með Mílu, Veitur og Gagnaveituna að gera, en ekki verktakafyrirtækið Lindarvatn sem sér um framkvæmdir á Landsímareitnum þar sem stendur til að reisa hótel.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira