Verður Reykjanesbær fjórða stærsta sveitarfélagið fyrir árslok? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 20:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira