Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 12:10 Skútan við bryggju í Rifi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30