„Óheppilegt hefur formið verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2018 18:15 Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu spjótum sínum að Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“ Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“
Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45
Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45