„Óheppilegt hefur formið verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2018 18:15 Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu spjótum sínum að Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“ Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudaginn var greint frá helstu tillögum sem boðaðar eru í nýrri samgönguáætlun. Daginn eftir birti samgönguráðherra yfirlit yfir helstu framkvæmdir til næstu fimmtán ára, með fyrirvara um samþykkt stjórnarþingflokkanna. Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag þar sem þeir gagnrýndu að þeim hafi ekki verið kynnt samgönguáætlun, áður en greint var frá innihaldi hennar í fjölmiðlum. Drögin höfðu verið kynnt þingmönnum stjórnarflokkanna. „Einhver, hvort sem það er nú ráðherra sjálfur eða þingmenn stjórnarflokkanna, hefur séð ástæðu til þess að leka þessari samgönguáætlun í fjölmiðla. Við höfum bara séð myndir af henni, líklega á Stöð 2 ef ég man rétt, úr þessum pappír. Á meðan hefur stjórnarandstaðan ekkert fengið að vita,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Fleiri tóku í sama streng, meðal annars Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Við höfum líka alla helgina þurft að vera að svara fyrir eitthvað sem að við höfum bara aldrei séð,“ sagði Helga Vala. „Ég er meðlimur í umhverfis- og samgöngunefnd og ég hef engin svör vegna þess að ég hef ekki fengið þessa samgönguáætlun sem allir aðrir virðast hafa fengið,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði eðlilegt að umfjöllun ljúki innan stjórnarflokkanna áður en samgönguáætlun verði kynnt í heild sinni. „Hins vegar þá væri það alveg í lófa lagið að boða til fundar í umhverfis- og samgöngunefnd og fara yfir þessi meginatriði, til að mynda á morgun ef að það væri flötur á því,“ sagði Sigurður Ingi. „En óheppilegt hefur formið verið.“
Tengdar fréttir Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45 Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Reykjanesbraut í Hafnarfirði næsta stórverkefni í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð, breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss og Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verða stærstu nýframkvæmdir næsta árs, samkvæmt samgönguáætlun. 19. september 2018 20:45
Austfirðingar ósáttir með samgönguáætlun Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir framkvæmdir og viðhald vega í fjórðungnum hafa verið í algeru lágmarki á síðustu árum. 21. september 2018 17:59
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45