Rigning og rok á jólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. desember 2018 07:30 Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur. Fréttablaðið/GVA „Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Eins og spárnar líta út núna verður örugglega betra veður á Tenerífe og Flórída en hér,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, aðspurð um jólaveðrið í ár. Birta lætur þess þó getið að hún hafi ekki kynnt sér spár syðra yfir hátíðirnar en þúsundir Íslendinga verja jólum í sól og blíðu á Tenerife, í Flórída og á Kanaríeyjum. „Suðlægar áttir, rigning um vestanvert landið og hiti á bilinu tvö til sjö stig. Þau gögn sem við erum með núna benda til þess að þetta verði jólaveðrið, en hversu mikla rigningu og mikinn vind við fáum er hins vegar óráðið á þessari stundu,“ segir Birta en tekur fram að spárnar séu frekar óstöðugar en bendi þó allar í áttina að suðlægum áttum og rigningu. Sjálf er Birta ekki með skreytingar úti við og hefur ekki áhyggjur af inniseríunum sínum að svo stöddu. „Það er of snemmt að spá um það núna hversu mikil rigningin verður og hversu hvasst en ef verstu spárnar rætast þá gæti ýmislegt farið að fjúka,“ segir Birta en telur þó alls ekki raunhæft að vara við slíku á þessari stundu vegna þess hve óstöðugar spárnar eru. „Ég myndi ekki fara að naglfesta seríurnar mínar innanhúss fyrr en í fyrsta lagi á Þorláksmessu.“ Sé litið á björtu hliðarnar segir Birta að veðrið um helgina verði nokkuð fallegt gangi spár eftir og hiti um frostmark um mestallt land. Landsmenn ættu því ekki að þurfa að þola rok og rigningu á hápunkti jólastressins. Ekki fari að þykkna upp fyrr en á aðfangadag og búast megi við þungbúnu veðri bæði á aðfangadag og jóladag með rigningu sérstaklega um vestanvert landið. Helst sé von til þess að það haldist þurrt um austanvert landið en enginn jólasnjór er í kortunum sama í hvaða landshorn er litið. Birta hefur ekki kannað hversu langt menn þurfi að ferðast til þess að komast í besta jólaveðrið. „Það fer náttúrulega eftir því hvort þú vilt hita og blíðu eða kulda og jólasnjó. Ef þú vilt fá snjó og hægan vind, ég veit ekki, kannski Síbería? Það er oft hæðasvæði þar yfir á veturna og mjög kalt.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira