Björgunarsveitir kallaðar út og töluverðar skemmdir vegna veðurs Gissur Sigurðsson skrifar 29. nóvember 2018 07:08 Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt. Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði björgunarsveitir út í nótt eftir mikið varð um útköll vegna veðurs þar sem byggingarefni, þakplötur, girðingar, lausir munir, jólatré og fleira fóru að fjúka og valda skemmdum á bílum og örðu sem fyrir varð. Annars er þegar farið að draga úr vindstyrk í borginni, en þar eru þó enn gul stormviðvörun í gildi fram að hádegi á morgun líkt og alls staðar annarsstaðar á landinu nema á Suðaustur landi þar sem appelsínu gul viðvörun er í gildi fram yfir hádegi í dag, vegna ofsaveðurs, einkum sunnan jökla og í Fljótshlíð og Öræfum. Vindmælirinn á Lómagnúpi austan við Klaustur, brast eða fauk um koll þegar mælingar hans í hviðu voru komnar upp í 50 metra á sekúndu. Þá hefur talsvert snjóað á Norðausturlandi. Annars hefur veðurofsinn náð hámarki og úr þessu fer hægt og rólega að draga úr honum, að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings, nú undir morgun. Björgunarsveitarmenn Landsbjargar hafa staðið vaktina við lokunarpósta Vegagerðarinnar í nótt til að beina vegfarendum frá hættulegum vegköflum. Þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli austur að Vík í Mýrdal og frá Gígjukvísl að Jökulsárlóni var lokað, einnig um Kjalarnes, Öræfi, Öxi, Fjarðarheiði, Nesjavallaleið, Vestfjarðaleið um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og Bíldudalsvegi. Landsbjörg hefur verið með mesta viðbúnað í gangi þar sem nokkur þúsund ferðamenn eru á landinu. Áhersla hefur verið lögð á að koma skilaboðum til þeirra með öllum tiltækum ráðum og er fréttastofunni ekki kunnugt um að neinir ferðamenn hafi lent í vanda. Vegagerðarmenn eru byrjaðir að kanna aðstæður og verður væntanlega farið að opna leiðir með morgninum eftir því sem það telst óhætt.
Mýrdalshreppur Veður Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira