„Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 09:05 Jarðskjálftahrina hefur staðið nær óslitið yfir við Grímsey síðan 14. febrúar. Vísir/Pjetur Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“ Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. Stærsti skjálftinn varð klukkan tuttugu og tvær mínútur í sex í morgun, hann mældist fyrst 4,6 en hann var endurreiknaður og er núna skráður 5,2 samkvæmt Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Salóme segir að fjórum mínútum áður hafi mælst skjálfti sem var 4,5 að stærð en tugir skjálfta hafa mælst stærri en 3 í eyjunni frá því á miðnætti. „Þetta heldur svona áfram, þetta er stöðug virkni hérna en við erum að vakta þetta. Við erum ekki að sjá gosóróa í þessu eins og er,“ segir Salóme í samtali við Vísi. Er þetta farið að líkjast hefðbundinni skjálftavirkni meira en þetta gerði áður en atburðarásin er þó langt frá því að vera venjuleg. Langt er síðan slík skjálftavirkni hefur verið á svæðinu.Látlausir skjálftar í alla nótt Jóhannes G. Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar segir að íbúum í Grímsey finnist þetta virkilega óþægilegt ástand. „Þetta er bara sama sagan, þetta heldur bara áfram. Það leit út fyrir að þetta væri í rénun um miðjan dag í gær en svo jókst þetta bara aftur í gærkvöldi og var versnandi í alla nótt. Það hefur ekki verið svefnfriður fyrir þessu helvíti.“ Jóhannes segir að klukkan hálf níu hafi hann fundið þónokkurn skjálfta en sjálfur man hann ekki eftir öðru eins á svæðinu, svona langvarandi ástandi. Hann hefur búið í Grímsey í kringum þrjátíu ár. „Þetta er búið að vera látlaust í alla nótt og fundist mjög mikið fyrir þessu. Þetta er versta nóttin það sem af er.“Skjálftavirknin í Grímsey síðustu 48 klukkustundir. Skjálftar yfir 3 að stærð eru merktir með grænni stjörnu.Skjáskot/Veðurstofa ÍslandsMjög óþægilegt Skjálftinn sem mældist 5,2 fannst mjög vel og segir Jóhannes að fólk hafi fundið skjálftana í Aðaldal, á Akureyri og víðar. „Við fundum þetta mjög vel, það nötraði hér allt og skalf. Það hristist allt á veggjum þegar það skelfur, fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Jóhannes segir að enginn geti sagt til um það hvenær það dragi úr skjálftavirkninni. „Fólk er bara rólegt fram að þessu en stendur ekkert á sama, maður vonar bara það besta. Fólki er aldrei vel við þetta þegar það er svona mikið, maður veit ekkert hvað er. Þetta er bara mjög óþægilegt.“ Einn íbúi í Grímsey gisti í bátnum sínum í nótt frekar en að vera heima hjá sér. „Honum er meinilla við þetta og sefur bara um borð.“
Veður Tengdar fréttir Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58 Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Dregur úr skjálftavirkni en hrinan ekki endilega á enda komin Skjálftahrina heldur áfram norðaustan við Grímsey, sem hefur staðið yfir síðan 14. febrúar, en talsvert hefur dregið úr henni í nótt og í morgun. 18. febrúar 2018 11:58
Skjálfti að stærð 5,2 við Grímsey Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram. 19. febrúar 2018 04:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent