Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 19:45 Íbúar á Borgarfirði eystri gripu til sinna ráða í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á vegi sem liggur frá plássinu og til Egilsstaða. vísir/tinna Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar. Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. Á milli 80 og 90 manns hafa heilsársbúsetu á Borgarfirði eystri og mættu um 60 manns á mótmælin í dag að sögn Óttars Más Kárasonar, íbúa í bænum. Óttar segir veginn illa farinn þar sem ekki sé búið að malbika; hann sé holóttur og verði því illfær í rigningum. Íbúar hófu malbikunarframkvæmdir á mótmælunum í dag og byrjuðu að steypa í veginn. „Mótmælin eru tilkomin vegna þess að hingað er bara malarvegur, það er frá Borgarfirði og á Egilsstaði. Hann er orðinn mjög illa farinn og holóttur. Ég held við séum eini þéttbýlisstaðurinn á landinu sem hefur ekki malbikstengingu við annan þéttbýlisstað sem er þjónustukjarni. Það er kominn tími á þetta enda er þetta ekki mjög nútímalegt,“ segir Óttar. Hann segir vel geta verið að íbúarnir haldi malbikunarframkvæmdunum áfram ef ekkert verður að gert.Íbúarnir steptu í smá part úr veginum sem er illa farinn.vísir/tinna„Við fengum steypu og steyptum bara smá part af veginum, ætli þetta hafi ekki verið svona tveggja metra breitt yfir, svo sá partur ætti að vera sléttur og fínn. Svo bíðum við bara spennt með restina.“ Vegurinn frá Borgarfirði eystri til Egilsstaða er 70 kílómetrar en Óttar segir að rúmlega helmingur vegarins sé malbikaður. Fjöldi ferðamanna kemur til Borgarfjarðar eystri yfir sumartímann og segir Óttar að þá fari yfir 300 bílar að meðaltali á dag um veginn. Þegar tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram eina helgi í júlí er mun meira álag á veginum að sögn Óttars. „Og vegurinn ræður aldrei við það.“ Óttar segir malbikun vegarins hafa verið á samgönguáætlun í nokkur ár en ekkert hafi þó gerst.Frá framkvæmdunum og mótmælunum í dag.vísir/tinna„Þannig að við sáum ekki annað en að við þyrftum að fara í þetta sjálf,“ segir Óttar. Aðspurður nánar um ástand vegarins segir Óttar að það sé hægt að keyra hann en það sé hins vegar óásættanlegt að hafa svo slæman veg milli þéttbýlisstaða árið 2018. Óttar bendir jafnframt á að íbúar Borgarfjarðar eystri sæki í raun alla þjónustu um veginn. „Það er ekki verslun hér og engin heilbrigðisþjónusta,“ segir Óttar. Hann segir að til sé kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdum á veginum. „Það eru þrír kaflar sem þarf að malbika og samkvæmt kostnaðaráætlun kostar lengsti kaflinn um milljarð eða nálægt því. Það eru staðlar um að vegurinn þurfi að vera átta metra breiður en við höfum verið að berjast fyrir því að fá þá frekar eitthvað því það er hægt að veita undanþágu fyrir mjórri veg sem er örugglega helmingi ódýrara,“ segir Óttar.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira