Verulegar gróðurskemmdir í friðlandinu að Fjallabaki Gissur Sigurðsson skrifar 3. júlí 2018 13:16 Reglulega berast fréttir af utanvegaakstri í friðlandi að Fjallabaki. Umhverfisstofnun Verulegar gróðurskemmdir hafa orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þótt leiðin sé enn kyrfilega merkt lokuð allri umferð. Ár og jafnvel áratugi getur tekið að græða upp sum sárin. Fjallabak er svæði á svonefndum „rauðum lista“ Umhverfisstofnunar yfir mjög viðkvæm svæði. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir skemmdirnar lýsa sér aðallega í hjólförum sem hafa myndast eftir akstur bifreiða utan vega. Þetta séu skemmdir á grónu landi.Eru dæmi um óafturkræfar skemmdir? „Þessar skemmdir sem við höfum séð þarna eru margar sem taka ár eða jafnvel áratugi að jafna sig ef ekki er farið í sérstakar aðgerðir til að laga þær.“Hver á að fara í þær aðgerðir? „Þetta eru þá aðgerðir sem við höfum gripið til með okkar starfsmönnum eða verktökum sem við fáum til að lagfæra þær. Þetta eru kostnaðarsamar aðgerðir og eru þá kostaðar af Umhverfisstofnun.“ Ólafur segir aðgerðirnar geta verið mjög tímafrekar og því kostnaðarsamar. „Það getur tekið jafnvel nokkrar vikur að lagfæra.“Hafa komið upp hugmyndir um að vakta þetta, jafnvel með sjálfboðavinnu náttúruverndarfólks? „Ég hef ekki heyrt af því. Við erum að vakta þetta með okkar starfsfólki og þetta tekur náttúrulega tíma frá öðrum störfum. En við erum að fylgjast með þessum akstri og það eru starfsmenn á okkar vegum á þessu svæði en þeir geta ekki verið alls staðar og þess vegna höfum við verið að biðla til fólks um að aðstoða okkur í því að hafa augun opin,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverifsstofnun. Umhverfismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verulegar gróðurskemmdir hafa orðið í friðlandinu að Fjallabaki í vor vegna utanvegaaksturs, þótt leiðin sé enn kyrfilega merkt lokuð allri umferð. Ár og jafnvel áratugi getur tekið að græða upp sum sárin. Fjallabak er svæði á svonefndum „rauðum lista“ Umhverfisstofnunar yfir mjög viðkvæm svæði. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir skemmdirnar lýsa sér aðallega í hjólförum sem hafa myndast eftir akstur bifreiða utan vega. Þetta séu skemmdir á grónu landi.Eru dæmi um óafturkræfar skemmdir? „Þessar skemmdir sem við höfum séð þarna eru margar sem taka ár eða jafnvel áratugi að jafna sig ef ekki er farið í sérstakar aðgerðir til að laga þær.“Hver á að fara í þær aðgerðir? „Þetta eru þá aðgerðir sem við höfum gripið til með okkar starfsmönnum eða verktökum sem við fáum til að lagfæra þær. Þetta eru kostnaðarsamar aðgerðir og eru þá kostaðar af Umhverfisstofnun.“ Ólafur segir aðgerðirnar geta verið mjög tímafrekar og því kostnaðarsamar. „Það getur tekið jafnvel nokkrar vikur að lagfæra.“Hafa komið upp hugmyndir um að vakta þetta, jafnvel með sjálfboðavinnu náttúruverndarfólks? „Ég hef ekki heyrt af því. Við erum að vakta þetta með okkar starfsfólki og þetta tekur náttúrulega tíma frá öðrum störfum. En við erum að fylgjast með þessum akstri og það eru starfsmenn á okkar vegum á þessu svæði en þeir geta ekki verið alls staðar og þess vegna höfum við verið að biðla til fólks um að aðstoða okkur í því að hafa augun opin,“ segir Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverifsstofnun.
Umhverfismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira