Vinsældir Rúriks ætla engan enda að taka og hann er kominn með meira en milljón fylgjendur á Instagram þrátt fyrir að byrja „bara“ með nokkra tugi þúsunda þegar HM hófst.
Kenan Kocak, knattspyrnustjóri SV Sandhausen, er greinilega mikill húmoristi því hann grínaðist með vinsældir leikmannsins síns í viðtali við Sport Bild. Rúrik Gíslason spilar sem atvinnumaður hjá þýska b-deildarliðinu SV Sandhausen.
„Við erum tilbúnir fyrir áhlaupið hjá öllum kvenkynsaðdáendunum hans Rúriks. Við erum þegar byrjaðir að plana það að stækka leikvanginn okkar,“ sagði Kenan Kocak, þjálfara Sandhausen, við blaðamann Sport Bild og glotti síðan.
„Nú veit allavega allur heimurinn hvað fótboltinn er fallegur í Sandhausen,“ bætti Kocak við. Hann hrósar líka íslenska landsliðsmanninum. „Gíslason er alvöru liðsmaður og algjör sigurvegari fyrir okkar lið. Við tökum minna eftir því hvernig hann lítur út,“ sagði Kenan Kocak.
SV Sandhausen gantaðist líka með vinsældir Rúriks á Twitter-síðu félagsins. Jú hinn leikmaðurinn er einn Lionel Messi.
„Hann er hæfileikaríkur fótboltamður sem hefur glatt hjörtu fótboltaáhugafólks á þessu HM. Hann hefur lagt hálfa Suður-Ameríku að fótum sér. Hinn maðurinn á myndinni heitir Messi,“ segir í Twitter færslunni sem má sjá hér fyrir neðan.
Er ist ein begnadeter Fußballer und entzückt bei dieser #WM die Herzen der Fans! Halb Südamerika liegt ihm zu Füßen! Der andere auf dem Bild ist #Messi.
Heute ist #Matchday für unseren Wikinger!
17 Uhr :
Gangi þér vel, @GislasonRurik !
___________#SVS1916#HUH!!! pic.twitter.com/iXkjA7IXBC
— SV Sandhausen 1916 e.V. (@SV_Sandhausen) June 22, 2018