Köttur sem villtist af heimili sínu í Noregi ferðaðist til Íslands í gámi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2018 11:18 Pus er köttur - rétt eins og þessi hér. Vísir/Getty Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs. Dýr Norðurlönd Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Kötturinn Pus villtist frá heimili sínu í Noregi þann 9. júní síðastliðinn og eftir nokkurra daga leit fannst hvorki tangur né tetur af honum. Kötturinn fannst þó á Íslandi í gær og í ljós kom að hann hafði falið sig í gám og ferðast yfir Atlantshafið ásamt búslóð íslenskra nágranna eiganda kattarins.Fjallað er um málið á vef norska ríkisútvarpsins og þar segir að Pus, sem er sjö ára gamall, sé alls ekki vanur að fara langt frá heimili sínu. Þegar hann hvarf hafi fjölskyldan leitað út um allt, sett inn skilaboð á Facebook og beðið nágranna um að skyggnast eftir honum, án árangurs. Á sama tíma var íslensk fjölskylda sem bjó í nágrenni eiganda kattarins að undirbúa flutninga heim til Íslands. Stóð gámur fyrir utan heimili þeirra og svo virðist sem að Pus hafi laumast inn í gáminn. Gámurinn var sendur til Íslands 13. júní og kom hingað til lands í gær. Þegar eigendurnir opnuðu gáminn var hann fullur af kattarhárum. Áttuðu þau sig á því að köttur hefði laumað sér inn í gáminn og óttuðust þau að hann væri dauður. Eftir að hafa tæmt gáminn húsgagn fyrir húsgagn leyndist Pus í horni gámsins, horaður, hræddur og búinn að missa mikið hár. Í samtali við NRK segir Aldís Gunnarsdóttir, sem fann köttinn í gámnum, að þau hafi ekki haft hugmynd um hver ætti gáminn en með hjálp Facebook hafi þeim tekist að hafa uppi á eigendunum sem voru búin að gefa upp alla von um að hann væri á lífi. Í fréttinni kemur þó fram að ekki sé auðvelt að fá Pus heim til Noregs, enda þurfi hann að fara í gegnum strangt ferli bæði íslenskra og norskra yfirvalda til þess að komast aftur heim. Vonir standa þó til að það takist á næstu dögum að senda hann aftur til Noregs.
Dýr Norðurlönd Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira