Segja Gilsfjarðarbrú bara hafa haft jákvæð áhrif Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2018 20:00 Brúin yfir Gilsfjörð stytti Vestfjarðaveg um 17 kílómetra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag frá því Gilsfjarðarbrú var formlega tekin í notkun. Framkvæmdin var umdeild á sínum tíma en íbúar næst brúnni segja að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Rætt var við hjónin úr Garpsdal í Gilsfirði, þau Hafliða Ólafsson og Ingibjörgu Kristjánsdóttur, í fréttum Stöðvar 2. Það var þann 30. október árið 1998 sem Halldór Blöndal samgönguráðherra klippti á borða til marks um að brúin væri opnuð umferð, með þá Gunnar I. Birgisson, forstjóra Klæðningar, sem var verktaki, og Helga Hallgrímsson vegamálastjóra sér til aðstoðar. Brúin stytti Vestfjarðaveg um sautján kílómetra við það að vegfarendur losnuðu við að aka fyrir fjörðinn. En hver hefur reynslan að öðru leyti orðið?Hafliði Ólafssson frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð nær alla sína tíð.Stöð 2/Egill AðalsteinssonFáir skynja sennilega betur þær breytingar sem fylgdu brúnni en þau Hafliði og Ingibjörg, sem áður voru bændur í Garpsdal, en þau búa núna í Króksfjarðarnesi rétt ofan við brúarsporðinn. Hafliði hefur stærstan hluta ævinnar búið í Gilsfirði. „Ég held að hún hafi bara haft jákvæð áhrif. Ég hef ekki neitt annað um hana að segja,“ segir Hafliði. „Ég hef búið í Gilsfirði í yfir 40 ár og er bara mjög ánægð með þessa brú, á allan hátt, og vil meina að það hafi heldur aukist allt líf í firðinum, og þetta hafi bara verið af hinu góða að gera þetta,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir frá Garpsdal hefur búið við Gilsfjörð í yfir 40 ár.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Brúin var sögð skaða fuglalíf. „Ég held að það hafi ekki skaðast. Það hefur ekki fækkað æðarkollum hjá okkur. Það hefur kannski orðið einhver breyting,“ segir Hafliði. „Þessi blessaði rauðbrystingur, sem þeir höfðu nú hæst um, hann fékk nú bara helmingi meira pláss hérna á leirunum eftir brú. Þannig að það var ekkert sem fór,“ segir Ingibjörg. Sumir óttuðust að það myndi kólna í Gilsfirði við það að fjörðinn færi að leggja. En kólnaði vegna Gilsfjarðarbrúar? „Ég held ekki. Það frýs að vísu fjörðurinn á veturna en hann er orðinn þíður um sumarmál aftur,“ svarar Hafliði. -En var þá ekkert neikvætt við hana? „Ég sé ekkert neikvætt við hana, ekki neitt. Að losna við fjörðinn eins og hann var, í snjó og óþverra, snjóflóð og annað slíkt, - það er ekkert nema jákvætt við þetta,“ svarar Ingibjörg.Gilsfjarðarbrú séð úr Saurbæ. Brúarhafið er of lítið til að hleypa sjávarföllum að fullu í gegn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Til að hleypa sjávarföllum betur í gegn er sá möguleiki fyrir hendi að opna stærra gat. „Eflaust er það hægt ef menn vilja. En ég sé ekki ástæðu fyrir því,“ segir Hafliði. Frúin vill fremur virkja strauminn undir brúnni. „Búa til meira rafmagn ef við viljum, með sjávarfallavirkjun,“ segir Ingibjörg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira