Eigandi Wake Up Reykjavík segir ásakanir um áfengisneyslu undir stýri algjöran misskilning Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:02 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson reka saman tvö fyrirtæki. Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30
Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30