Eigandi Wake Up Reykjavík segir ásakanir um áfengisneyslu undir stýri algjöran misskilning Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:02 Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson reka saman tvö fyrirtæki. Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Daníel Andri Pétursson, annar eigenda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, segir það algjöran misskilning að hann hafi orðið uppvís að neyslu áfengis undir stýri í myndbandi sem farið hefur í dreifingu á samfélagsmiðlum í dag. Egill Halldórsson, meðeigandi Daníels, birti myndbandið fyrst á Instagram í dag. Því var síðar eytt en ótengdur aðili endurbirti það skömmu síðar á Twitter. Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Egill beinir myndavélinni að Daníel, sem ekur bílnum, og sést hann þar halda á bjórdós í annarri hendi. Twitter-færsluna og myndbandið má sjá hér að neðan.hey já ógeðslega töff að vera með áfengi undir stýri pic.twitter.com/5RivZSGMnN— Hjördís Brynjars (@HjordisBrynjars) November 8, 2018 Í kjölfarið var Daníel sakaður um að hafa neytt áfengis undir stýri. Sjálfur þvertekur Daníel fyrir slíkar ásakanir og segir þær byggðar á algjörum misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í dag, heldur aðeins haldið á bjórnum fyrir Egil í nokkrar sekúndur á meðan sá síðarnefndi tók upp myndband til að sýna góða stemningu á árshátíðardegi fyrirtækisins. „Við erum með árshátíð tvisvar á ári og plönum skemmtilegan dag, „Wake Up Reykjavík Fun Day“, og í dag ákvað ég að vera „designated driver“, þar sem ég þarf að vakna snemma á morgun,“ segir Daníel í samtali við Vísi. „Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa.“ Þá segist Daníel aðspurður hafa orðið var við umræðuna en hvorki hann né Egill eru á Twitter og hafa því ekki getað svarað fyrir ásakanir notenda á miðlinum. Þeir reka saman tvö fyrirtæki, áðurnefnt Wake Up Reykjavík, og Gorilla House, sem sér um ýmiss konar lagerlausnir fyrir netverslanir.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30 Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm „Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi.“ 27. október 2015 15:30
Mættu með sjö hugmyndir á Café Paris Viðskiptafélagarnir og bestu vinirnir Daníel Andri Pétursson og Egill Fannar Halldórsson ákváðu strax á táningsárum að þeir ætluðu ekki að feta sömu braut og ótal margir aðrir, halda í frekara nám og sækja um vinnu. 7. nóvember 2018 16:30