Gagnrýna aðferðir við aldursgreiningar og vistun barna með fullorðnum Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. mars 2018 20:00 Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Líta þarf á fylgdarlaus börn sem hingað koma á flótta sem börn, frekar en útlendinga. Þetta segir í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu málaflokksins á Norðurlöndum. Tannrannsóknir og vistun barna með fullorðnum hælisleitendum sæta sérstakri gagnrýni. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á opnu málþingi í Norræna húsinu í dag með titilspurningunni „Vernduð í raun?“. Skýrslan er afar umfangsmikil, en markmiðið var að greina viðbrögð Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Í niðurstöðunum kemur m.a. fram að nýleg lög um útlendinga og lagaleg umgjörð í málaflokknum sé almennt góð hér á landi, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „En aftur á móti kom í ljós við gerð skýrslunnar að það er margt sem má bæta í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF, sem kynnti skýrsluna. Þannig sæta aðferðir íslenskra yfirvalda við aldursgreiningar á þeim sem hingað koma sérstakri gagnrýni, en þar er í miklum mæli stuðst við sérstakar tannrannsóknir. „Í skýrslunni er mælt mjög sterkt með því að matið sé heildstæðara,“ segir Eva. „Ég sé það ekki alveg í stöðunni núna að við munum falla frá aldursgreiningum á tönnum, en það eru þarna punktar varðandi heildstætt mat sem við höfum verið að taka til okkar undanfarið og erum að skoða hvernig við getum gert betur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri á verndarsviði Útlendingastofnunar.Barnungir hælisleitendur vistaðir með fullorðnum Þá sæta aðstæður í móttökumiðstöð flóttamanna í Bæjarhrauni einnig gagnrýni, en þar eru börn yfir 15 ára aldri vistuð þar til þeim er komið í varanlegri úrræði á vegum barnaverndaryfirvalda. Í sama húsi dvelja fullorðnir hælisleitendur. „Þar er ekki hægt að tryggja nægilega umönnun og aðstoð til daglegra athafna, þannig að í skýrslunni er mælt með því að þau séu vistuð annarsstaðar og sér,“ segir Eva. „Aðstæðurnar eru þannig að sérstakur gangur er aðgangsstýrður fyrir fylgdarlaus ungmenni og öryggisvörður fylgist með öllum aðstæðum þarna inni, svo það er ekki alveg þannig að þau gangi með fullorðnum einstaklingum,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst þó taka undir gagnrýni UNICEF og segir að vissulega mættu fleiri tímabundin úrræði vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Í lok fundarins var stjórnvöldum svo afhent áskorun í sextán liðum um hvernig bæta megi móttöku barna í þessari stöðu. Eva segir grundvallaratriðið hins vegar skýrt. „Að þau taki fastar á því að öll börn njóti verndar hér á landi og tali í ríkari mæli fyrir því að börn séu fyrst og fremst börn, en ekki útlendingar,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent