Óæskilegur í Póllandi og var því stöðvaður í Leifsstöð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2018 11:15 Richard Spencer er þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Hann sést hér í átökum við lögreglu í Charlottesville í Virginíu í ágúst í fyrra eftir fjöldafund sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og vopnaðir varaliðsmenns héldu til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, hafi verið fjarlægð. Vísir/getty Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, er bannað að koma aftur til Póllands samkvæmt skráningu í Schengen-kerfið. Sú skráning gildir fyrir allt Schengen-svæðið og var Spencer því stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku og snúið aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en Spencer sagði frá því í viðtali við AP-fréttastofuna á föstudag að hann hefði verið stöðvaður í Leifsstöð á leið sinni til Svíþjóðar og gert að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sigurgeir segir að Spencer hafi komið hingað til lands að morgni miðvikudagsins 4. júlí og hann hafi farið aftur til Bandaríkjanna síðdegis sama dag. „Þetta er bara ósköp venjuleg skráning í Schengen-upplýsingakerfið. Honum var einhvern tímann brottvísað frá Póllandi og bannað að koma þangað aftur og þá gildir sú skráning fyrir allt Schengen. Það er bara eðli Schengen-samstarfsins að ef þú ert brottrækur úr einu landi samstarfsins þá gildir það fyrir þau öll. Þannig að þegar hann lendir hér og ætlar áfram til Evrópu þá gengur það ekkert upp. Hann er í banni á Evrópusvæðinu og það er pólsk skráning, það er rétt. Þetta er ekki beinlínis beiðni heldur bara skráning í kerfinu. Hann er óæskilegur í Póllandi og þar með öllu Schengen-svæðinu,“ segir Sigurgeir.Nokkuð algengt að fólk sé stöðvað í Leifsstöð og snúið við þaðan sem það kom Aðspurður hvernig ferlið er hjá yfirvöldum á flugvellinum þegar svona mál koma upp segir hann að rætt sé við fólk og frekari upplýsinga aflað úr kerfinu í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Síðan er hann bara stoppaður og ekki hleypt yfir landamærin. Hann er ekkert handtekinn heldur bara geymdur á þessu svæði á flugvellinum sem er svokallað Non Schengen-svæði, brottfarir til Bandaríkjanna og Bretlands. Svo tekur hann bara vél til Bandaríkjanna sama dag, þaðan sem hann kom.“ Sigurgeir segir að það sé nokkuð algengt að stöðva þurfi fólk á flugvellinum og snúa því aftur við þaðan sem það kom vegna þess að það megi ekki koma inn á Schengen-svæðið. „Já, það er nokkuð algengt og líka að fólk sé að koma frá Bandaríkjunum eða Kanada en má ekki fara inn til Evrópu en er ekki með rétt skilríki, er ekki með vegabréfsáritanir. Það er kannski með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og heldur að það megi fara út um allt en svo kemur í ljós hér hjá okkur að það má ekki fara inn til Evrópu og þá er því snúið við. Þetta er orðið nánast daglegt brauð,“ segir Sigurgeir. Tengdar fréttir Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, er bannað að koma aftur til Póllands samkvæmt skráningu í Schengen-kerfið. Sú skráning gildir fyrir allt Schengen-svæðið og var Spencer því stöðvaður á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku og snúið aftur til Bandaríkjanna. Þetta segir Sigurgeir Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi en Spencer sagði frá því í viðtali við AP-fréttastofuna á föstudag að hann hefði verið stöðvaður í Leifsstöð á leið sinni til Svíþjóðar og gert að snúa aftur til Bandaríkjanna. Sigurgeir segir að Spencer hafi komið hingað til lands að morgni miðvikudagsins 4. júlí og hann hafi farið aftur til Bandaríkjanna síðdegis sama dag. „Þetta er bara ósköp venjuleg skráning í Schengen-upplýsingakerfið. Honum var einhvern tímann brottvísað frá Póllandi og bannað að koma þangað aftur og þá gildir sú skráning fyrir allt Schengen. Það er bara eðli Schengen-samstarfsins að ef þú ert brottrækur úr einu landi samstarfsins þá gildir það fyrir þau öll. Þannig að þegar hann lendir hér og ætlar áfram til Evrópu þá gengur það ekkert upp. Hann er í banni á Evrópusvæðinu og það er pólsk skráning, það er rétt. Þetta er ekki beinlínis beiðni heldur bara skráning í kerfinu. Hann er óæskilegur í Póllandi og þar með öllu Schengen-svæðinu,“ segir Sigurgeir.Nokkuð algengt að fólk sé stöðvað í Leifsstöð og snúið við þaðan sem það kom Aðspurður hvernig ferlið er hjá yfirvöldum á flugvellinum þegar svona mál koma upp segir hann að rætt sé við fólk og frekari upplýsinga aflað úr kerfinu í gegnum alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Síðan er hann bara stoppaður og ekki hleypt yfir landamærin. Hann er ekkert handtekinn heldur bara geymdur á þessu svæði á flugvellinum sem er svokallað Non Schengen-svæði, brottfarir til Bandaríkjanna og Bretlands. Svo tekur hann bara vél til Bandaríkjanna sama dag, þaðan sem hann kom.“ Sigurgeir segir að það sé nokkuð algengt að stöðva þurfi fólk á flugvellinum og snúa því aftur við þaðan sem það kom vegna þess að það megi ekki koma inn á Schengen-svæðið. „Já, það er nokkuð algengt og líka að fólk sé að koma frá Bandaríkjunum eða Kanada en má ekki fara inn til Evrópu en er ekki með rétt skilríki, er ekki með vegabréfsáritanir. Það er kannski með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og heldur að það megi fara út um allt en svo kemur í ljós hér hjá okkur að það má ekki fara inn til Evrópu og þá er því snúið við. Þetta er orðið nánast daglegt brauð,“ segir Sigurgeir.
Tengdar fréttir Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43