Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2018 20:43 Richard Spencer er kallaður faðir „alt-right“-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. vísir/getty Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. Spencer segir frá þessu í viðtali við AP-fréttastofunni og greinir frá því að honum hafi verið haldið á Keflavíkurflugvelli í ríflega þrjá klukkutíma áður en honum var gert að snúa aftur til Bandaríkjanna á miðvikudag. Hann komst því aldrei til Svíþjóðar þar sem hann átti að tala á ráðstefnu. Að sögn Spencer var honum sagt af yfirvöldum hér að þau hefðu stöðvað för hans samkvæmt tilmælum frá pólskum yfirvöldum. Í nóvember síðastliðnum var greint frá því í pólskum fjölmiðlum að stjórnvöld í Póllandi hefðu bannað Spencer að koma til þeirra 26 landa sem eru innan Schengen-svæðisins næstu fimm árin. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Ég er ekki að reyna að fremja nokkurn glæp,“ er haft eftir Spencer á vef AP. Sjá einnig: Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Talsmaður lögreglunnar í Póllandi hafði ekki heyrt af neinu máli tengdu Spencer þegar AP leitaði eftir viðbrögðum lögreglu vegna málsins og þá hafði fréttastofunni ekki borist svar frá leyniþjónustu landsins við fyrirspurn sinni um Spencer. Árið 2014 var Spencer meinað að koma inn á Schengen-svæðið næstu þrjú árin eftir að hann var handtekinn í Ungverjalandi þar sem hann var að skipuleggja ráðstefnu. Spencer er kallaður faðir „alt-right“-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum sem á íslensku gæti útlagst sem hitt hægrið. Kjarni hugmyndafræði hreyfingarinnar er afneitun á fjölmenningu og leiðandi öflum íhaldsmanna. Tengdar fréttir Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi mótmælenda og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir. 20. október 2017 21:22 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. Spencer segir frá þessu í viðtali við AP-fréttastofunni og greinir frá því að honum hafi verið haldið á Keflavíkurflugvelli í ríflega þrjá klukkutíma áður en honum var gert að snúa aftur til Bandaríkjanna á miðvikudag. Hann komst því aldrei til Svíþjóðar þar sem hann átti að tala á ráðstefnu. Að sögn Spencer var honum sagt af yfirvöldum hér að þau hefðu stöðvað för hans samkvæmt tilmælum frá pólskum yfirvöldum. Í nóvember síðastliðnum var greint frá því í pólskum fjölmiðlum að stjórnvöld í Póllandi hefðu bannað Spencer að koma til þeirra 26 landa sem eru innan Schengen-svæðisins næstu fimm árin. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Ég er ekki að reyna að fremja nokkurn glæp,“ er haft eftir Spencer á vef AP. Sjá einnig: Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Talsmaður lögreglunnar í Póllandi hafði ekki heyrt af neinu máli tengdu Spencer þegar AP leitaði eftir viðbrögðum lögreglu vegna málsins og þá hafði fréttastofunni ekki borist svar frá leyniþjónustu landsins við fyrirspurn sinni um Spencer. Árið 2014 var Spencer meinað að koma inn á Schengen-svæðið næstu þrjú árin eftir að hann var handtekinn í Ungverjalandi þar sem hann var að skipuleggja ráðstefnu. Spencer er kallaður faðir „alt-right“-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum sem á íslensku gæti útlagst sem hitt hægrið. Kjarni hugmyndafræði hreyfingarinnar er afneitun á fjölmenningu og leiðandi öflum íhaldsmanna.
Tengdar fréttir Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi mótmælenda og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir. 20. október 2017 21:22 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Þrír rasistar ákærðir fyrir að skjóta á mótmælendur Mennirnir þrír keyrðu upp að hópi mótmælenda og rifust við þau. Rifrildið endaði svo með því að einn þeirra skaut einu skoti að mótmælendunum og flúðu þeir. 20. október 2017 21:22
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43