Capello spáir því að England vinni Frakka í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 14:30 Fabio Capello og ensku heimsmeistararnir frá 1966. Vísir/Samsett/Getty Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira