Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Burðardýr kjósa oft að sitja frekar af sér dóm en vinna með lögreglu. Vísir/Getty Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira