Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2018 10:01 Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Vísir/Ernir Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. Þá hefur hann rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli. Í yfirlýsingu, sem Sindri sendi Fréttablaðinu í morgun, segir að hann hafi verið neyddur til að undirrita pappír sem stóð á að hann væri frjáls ferða sinna en hafi um leið verið gert ljóst að ef hann færi myndi hann gista fangaklefa þangað til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt.Sindri Þór Stefánsson í flugstöð Leifs Eiríkssonar.Lögreglan á Suðurnesjum.„Ákveðin nauð“ Spurður að því hvort Sindri hafi verið neyddur til að dvelja um nóttina á Sogni segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, um að ræða „ákveðna nauð“ þar sem Sindra hafi verið gefnir afarkostir.Sjá einnig: Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri heldur því einnig fram í yfirlýsingu að um sé að ræða mannréttindabrot og hyggst kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Aðspurður hvort hann sé sammála Sindra að um mannréttindabrot sé að ræða segist Þorgils telja að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni miðað við eðli málsins. „Þetta er ofboðslega íþyngjandi úrræði,“ segir Þorgils. Hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu Þá segist Þorgils ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Sindra að honum hafi verið haldið í gæsluvarðhaldi án sönnunargagna. Sindri var í varðhaldi vegna gruns um aðild að Bitcoin-málinu svokallaða þar sem 600 tölvum að verðmæti 200 milljónum króna var stolið. Þorgils ítrekar að Sindri hafi ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Mér heyrist á þessu að hann sé að lýsa því yfir enn og aftur.“ Aðspurður segir Þorgils hafa rætt við Sindra um ástæður að baki flóttanum en getur ekki tjáð sig um það sem þeim hefur farið á milli í þeim efnum. Sindri hafi auk þess ekki látið verjanda sinn vita af yfirlýsingunni sem hann sendi Fréttblaðinu en Þorgils segir þá jafnframt ekki hafa ræðst við í dag. Þá veit Þorgils ekki hvar Sindri er niðurkominn en hefur haft milligöngu um samskipti Sindra við lögreglu sem verjandi hans.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Tveir yfirheyrðir vegna gruns um aðild að flótta Sindra Voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum. 18. apríl 2018 15:43
Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15