Hysknir hundaeigendur láta dýr sín drulla á Drafnarborg Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 11:24 Óvandaðir og latir hundaeigendur stunda það að fara inn á leikskólalóðir, þar sem þeir geta lokað hliðinu. Fara svo sjálfir í símann og leyfa hundunum að fara um, en þeir gera meira en bara hlaupa og leika sér. Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“ Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira