Hysknir hundaeigendur láta dýr sín drulla á Drafnarborg Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 11:24 Óvandaðir og latir hundaeigendur stunda það að fara inn á leikskólalóðir, þar sem þeir geta lokað hliðinu. Fara svo sjálfir í símann og leyfa hundunum að fara um, en þeir gera meira en bara hlaupa og leika sér. Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira