Hreppur skuldar tugi milljóna fyrir mistök Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2018 06:00 Stapi vinnur nú að samkomulagi við Vopnafjarðarhrepp. þetta eru háar fjárhæðir fyrir svo lítið sveitarfélag. Fréttablaðið/Pjetur Vopnafjarðarhreppur gleymdi árið 2004 að uppfæra iðgjaldaprósentu sem vinnuveitandi til Stapa lífeyrissjóðs. Allt til ársins 2016 greiddi hreppurinn því of lágt iðgjald til sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína sem eru í lífeyrissjóðnum. Oddviti Samfylkingarinnar segir að um mannleg mistök sé að ræða og að viðræður séu í gangi við sjóðinn um uppgjör á því sem upp á vantar. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps þar sem Þóri Steinarssyni sveitarstjóra var falið að vinna að málinu ásamt lögmanni hreppsins. „Skuldin nemur um 66 milljónum króna. Unnið er að því að ganga frá málinu í samráði við sjóðinn,“ segir Þór í samtali við Fréttablaðið. Í upphafi árs voru íbúar sveitarfélagsins um 650 og hefur þeim fækkað nokkuð á síðustu árum og áratugum. Til samanburðar voru á sama tíma um 126 þúsund íbúar í Reykjavík. Skuld Vopnafjarðarhrepps er í samanburði eins og að Reykjavík skuldaði lífeyrissjóði um 12,5 milljarða króna. „Það var auðvitað smá sjokk þegar þetta kom í ljós. Þetta eru fyrst og fremst mannleg mistök sem við þurfum að vinna úr og leysa,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Samfylkingarinnar í meirihluta Vopnafjarðarhrepps Fjölmargir íbúar hreppsins eru í lífeyrissjóðnum og því er um stórar upphæðir að ræða fyrir lítið sveitarfélag. Bjartur segir að samtalið við Stapa gangi út á að endurgreiðsla hreppsins til lífeyrissjóðsins verði ekki íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. „Hér er um nokkuð langt tímabil að ræða. Á þeim forsendum snúast samskipti okkar við Stapa um að greiða þetta niður með einhverjum hætti sem er hagfelldur fyrir báða aðila,“ segir Bjartur. Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira
Vopnafjarðarhreppur gleymdi árið 2004 að uppfæra iðgjaldaprósentu sem vinnuveitandi til Stapa lífeyrissjóðs. Allt til ársins 2016 greiddi hreppurinn því of lágt iðgjald til sjóðsins fyrir þá starfsmenn sína sem eru í lífeyrissjóðnum. Oddviti Samfylkingarinnar segir að um mannleg mistök sé að ræða og að viðræður séu í gangi við sjóðinn um uppgjör á því sem upp á vantar. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps þar sem Þóri Steinarssyni sveitarstjóra var falið að vinna að málinu ásamt lögmanni hreppsins. „Skuldin nemur um 66 milljónum króna. Unnið er að því að ganga frá málinu í samráði við sjóðinn,“ segir Þór í samtali við Fréttablaðið. Í upphafi árs voru íbúar sveitarfélagsins um 650 og hefur þeim fækkað nokkuð á síðustu árum og áratugum. Til samanburðar voru á sama tíma um 126 þúsund íbúar í Reykjavík. Skuld Vopnafjarðarhrepps er í samanburði eins og að Reykjavík skuldaði lífeyrissjóði um 12,5 milljarða króna. „Það var auðvitað smá sjokk þegar þetta kom í ljós. Þetta eru fyrst og fremst mannleg mistök sem við þurfum að vinna úr og leysa,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Samfylkingarinnar í meirihluta Vopnafjarðarhrepps Fjölmargir íbúar hreppsins eru í lífeyrissjóðnum og því er um stórar upphæðir að ræða fyrir lítið sveitarfélag. Bjartur segir að samtalið við Stapa gangi út á að endurgreiðsla hreppsins til lífeyrissjóðsins verði ekki íþyngjandi fyrir sveitarsjóð. „Hér er um nokkuð langt tímabil að ræða. Á þeim forsendum snúast samskipti okkar við Stapa um að greiða þetta niður með einhverjum hætti sem er hagfelldur fyrir báða aðila,“ segir Bjartur.
Birtist í Fréttablaðinu Vopnafjörður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Sjá meira