Trúir því að fólk fái frí til að fara á leikinn Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. september 2018 07:30 Laugardalsvöllur verður ekki jafn þéttsetinn í dag og á laugardaginn þegar tæplega tíu þúsund manns mættu á leik Íslands og Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00
Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44
Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30