Skartgripir úr læstu skríni, barnaveski og tugir þúsunda frá foreldrafélaginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 10:40 Frá Fáskrúðsfirði. Lögregla hafði hendur í hári feðganna eftir að húsráðandi kom að öðrum manninum leita verðmæta í þeim tilgangi að stela þeim. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Erlendur maður hefur verið ákærður fyrir fjögur húsbrot á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi í sumar. Þá er faðir mannsins einnig grunaður um aðild að brotunum. Maðurinn er jafnframt grunaður um að hafa haldið áfram að brjótast inn í hús á landsbyggðinni eftir að honum var sleppt úr haldi, að því er fram kemur í frétt RÚV. Ákæra yfir manninum, sem fréttastofa hefur undir höndum, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Er maðurinn ákærður fyrir húsbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, líkamsárás og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa föstudaginn 18. júní farið inn í ólæst hús á Eyrarbakka og stolið þar peningum að verðmæti 85 þúsund krónur úr veski íbúa hússins, 300 evrum úr pyngju húsráðanda, myndavél og 40 þúsund krónum í eigu foreldrafélags barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar.Sjá einnig: Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðarSex þúsund krónur úr barnaveski Fjórum dögum síðar, þann 22. júní, á maðurinn að hafa farið inn í ólæst hús á Þorlákshöfn og stolið þar skartgripum úr læstu skartgripaskríni og lausafé. Daginn eftir er manninum gefið að sök að hafa stolið fjölmörgum skartgripum úr ólæstu húsi á Hellissandi: fjórum gullúrum, gullarmbandi og barmnælu í eigu húsráðenda. Þá á þjófurinn einnig að hafa tekið 6000 krónur úr barnaveski. Þremur dögum síðar gerði maðurinn tilraun til þjófnaðar á Fáskrúðsfirði og fór þar inn í ólæst hús. Þar kom húsráðandi að manninum og er þeim síðarnefnda gefið að sök að hafa slegið húsráðanda í kviðinn, líkt og greint var frá á sínum tíma. Maðurinn og faðir hans reyndu því næst að komast undan lögreglu á bíl. Hafnaði utanvegar við eftirför Lögregla veitti bíl þeirra eftirför og gerði honum að endingu fyrirsát í Breiðdal, þar sem bíllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn er ákærður fyrir umferðarlagabrot er hann virti að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva bifreiðina í umrætt skipti. Feðgarnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í júní. Maðurinn sem nú hefur verið ákærður virðist þó hafa haldið áfram að brjótast inn í hús en samkvæmt frétt RÚV var hann handtekinn á fimmtudag með þýfi úr húsbrotum á Hellissandi og Grundarfirði. Vísir greindi frá því á föstudag að maður væri í haldi vegna innbrotanna. Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Erlendur maður hefur verið ákærður fyrir fjögur húsbrot á Suðurlandi, Vesturlandi og Austurlandi í sumar. Þá er faðir mannsins einnig grunaður um aðild að brotunum. Maðurinn er jafnframt grunaður um að hafa haldið áfram að brjótast inn í hús á landsbyggðinni eftir að honum var sleppt úr haldi, að því er fram kemur í frétt RÚV. Ákæra yfir manninum, sem fréttastofa hefur undir höndum, var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorgun. Er maðurinn ákærður fyrir húsbrot, þjófnað, tilraun til þjófnaðar, líkamsárás og umferðarlagabrot. Honum er gefið að sök að hafa föstudaginn 18. júní farið inn í ólæst hús á Eyrarbakka og stolið þar peningum að verðmæti 85 þúsund krónur úr veski íbúa hússins, 300 evrum úr pyngju húsráðanda, myndavél og 40 þúsund krónum í eigu foreldrafélags barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar.Sjá einnig: Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðarSex þúsund krónur úr barnaveski Fjórum dögum síðar, þann 22. júní, á maðurinn að hafa farið inn í ólæst hús á Þorlákshöfn og stolið þar skartgripum úr læstu skartgripaskríni og lausafé. Daginn eftir er manninum gefið að sök að hafa stolið fjölmörgum skartgripum úr ólæstu húsi á Hellissandi: fjórum gullúrum, gullarmbandi og barmnælu í eigu húsráðenda. Þá á þjófurinn einnig að hafa tekið 6000 krónur úr barnaveski. Þremur dögum síðar gerði maðurinn tilraun til þjófnaðar á Fáskrúðsfirði og fór þar inn í ólæst hús. Þar kom húsráðandi að manninum og er þeim síðarnefnda gefið að sök að hafa slegið húsráðanda í kviðinn, líkt og greint var frá á sínum tíma. Maðurinn og faðir hans reyndu því næst að komast undan lögreglu á bíl. Hafnaði utanvegar við eftirför Lögregla veitti bíl þeirra eftirför og gerði honum að endingu fyrirsát í Breiðdal, þar sem bíllinn hafnaði utan vegar. Maðurinn er ákærður fyrir umferðarlagabrot er hann virti að vettugi fyrirmæli lögreglu um að stöðva bifreiðina í umrætt skipti. Feðgarnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í júní. Maðurinn sem nú hefur verið ákærður virðist þó hafa haldið áfram að brjótast inn í hús en samkvæmt frétt RÚV var hann handtekinn á fimmtudag með þýfi úr húsbrotum á Hellissandi og Grundarfirði. Vísir greindi frá því á föstudag að maður væri í haldi vegna innbrotanna.
Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. 31. ágúst 2018 11:07
Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16