Milljarðatryggingar á pakkaferðum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Ferðamenn ganga yfir Ingólfstorg, á leið til eða frá gististað. Komi þeir frá Evrópu eru allar líkur á að ferðin sé tryggð með einhverjum hætti. Fréttablaðið/Stefán Nýsamþykkt lög gætu orðið þess valdandi að þeim fyrirtækjum í ferðaþjónustu, sem þurfa að útvega tryggingar vegna pakkaferða, fjölgi um tugi eða hundruð á næsta ári. Heildarfjárhæð trygginga ferðskrifstofa nemur 4,3 milljörðum króna og eru alls 339 íslensk fyrirtæki með virk ferðaskrifstofuleyfi. Meðalfjárhæðin, sem fyrirtæki í slíkum rekstri þarf að útvega, er því tæpar 13 milljónir króna en hjá stærstu ferðaskrifstofunum getur upphæðin aftur á móti numið mörg hundruð milljónum. Núgildandi lög skylda ferðaskrifstofur til að leggja fram tryggingu vegna sölu á pakkaferðum. Hugmyndin að baki lagagreininni er að tryggja viðskiptavini ferðaskrifstofu þannig að unnt sé að endurgreiða þeim eða flytja þá heim komi til gjaldþrots ferðaskrifstofunnar. Í svari Ferðamálastofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að nýju lögin um pakkaferðir, sem samþykkt voru í júní og taka gildi á næsta ári, taki til fleiri fyrirtækja en nú er. „Miðað við fjölda leyfa ferðaskipuleggjenda og skráðra bókunarþjónusta má reikna með að nokkur fjöldi þeirra þurfi að sækja um ferðaskrifstofuleyfi og leggja þar með fram tryggingar,“ segir í svari Ferðamálastofu.„Það er ekki gott að segja hversu margir þeir verða. Hvort það verði tugir eða hundruð verður að koma í ljós.“ Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna. Samkvæmt núgildandi reglum skulu tryggingar nema hæstu upphæð eftirfarandi skilyrða: 60% af veltu tveggja söluhæstu mánaðanna í röð, 35% af veltu fjögurra söluhæstu mánaðanna í röð eða 15% af heildarveltu á ári. Trygging skal þó aldrei nema lægri fjárhæð en 1 milljón króna. Flest fyrirtækjanna fara þá leið að fá bankaábyrgð hjá viðskiptabanka gegn þóknun til að verða sér úti um tryggingar. Svo dæmi sé tekið ábyrgist Landsbankinn 1,3 milljarða króna fyrir ferðaskrifstofur einn síns liðs.Lögin barn síns tíma Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að upphaflegu lögin hafi verið skrifuð þegar ferðalög voru munaðarvara. í dag sé kostnaður við ferðalög mun minni. „Það er margt sem þú kaupir í von um að fá það afhent. Þú kaupir eldhúsinnréttingu sem getur tapast ef seljandi fer á hausinn. Þessar tryggingar eru hins vegar íþyngjandi kvaðir sem eru lagðar sérstaklega á eina atvinnugrein,“ segir Ásberg og bætir við að í flestum tilfellum sé ekki verið að tryggja neytandanum endurgreiðsluna heldur kortafyrirtækinu. „Kortafyrirtækið er nú þegar búið að leggja álag á þóknanir sínar með því að setja þetta inn í reiknistuðulinn. Það er sem sagt búið að gera ráð fyrir því að greiðslur tapist. Ef fyrirtækið mitt færi á hausinn fengju viðskiptavinir endurgreitt frá kortafyrirtækinu sem síðan fengi endurkröfu á þrotabúið.“Jón Gunnar BenjamínssonÁsberg nefnir að á Íslandi séu tvær leiðir til að útvega trygginguna; að fá bankaábyrgð eða binda pening á læstum reikningi. Víðast hvar í Evrópu séu hins vegar margar mismunandi leiðir sem taka mið af stærðargráðu rekstursins. „Við erum komin mjög langt á eftir öðrum þjóðum,“ segir Ásberg. Hann nefnir að til viðbótar við þyngstu tryggingakvaðir á ferðaskrifstofur í Evrópu þurfi íslenskar ferðaskrifstofur að greiða virðisaukaskatt ólíkt erlendum ferðaskrifstofum sem selja ferðir til landsins.Þurfti að veðsetja fasteignina Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Iceland Unlimited, þurfti að útvega tryggingu með því að fá bankaábyrgð hjá viðskiptabanka sem tók veð í fasteign hans á móti. Hann segir fyrirkomulagið íþyngjandi, sérstaklega fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. „Stórar og vel stæðar ferðaskrifstofur með töluverðar fjárhæðir á bankareikningi geta útvegað þessa tryggingu en það er ekki jafn auðvelt fyrir smærri ferðaskrifstofur. Þær þurfa að geta veðsett eignir eigenda á móti til að geta staðið undir þessu,“ segir Jón Gunnar. Leiti fyrirmynda erlendis Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að taka þurfi ýmislegt til endurskoðunar áður en lögin taka gildi, og lagfæra ákvæði reglugerðarinnar, eins og gert var ráð fyrir við lagasetningu. Til þess sé meðal annars rétt að leita fyrirmynda erlendis. „Það þarf að tryggja að reglurnar séu ekki óþarflega íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin en um leið að ferðamenn séu tryggðir gegn áföllum,“ segir Jóhannes. „Svíar eru til dæmis nýbúnir að setja sambærileg en jafnframt sveigjanlegri lög um sama málaflokk. Þar þarf til dæmis ekki að reiða fram tryggingu vegna viðskiptavina sem greiða ferðirnar eftir á,“ segir Jóhannes Þór. Bókunarþjónustur munu ekki verða til eftir gildistöku laganna og heitið ferðaskipuleggjandi breytist í ferðasala dagsferða. Þessir lögaðilar munu þurfa að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um viðeigandi leyfi fyrir 1. mars 2019. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. 4. júlí 2018 20:15 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Tími kominn til að friða miðborgina sem íbúðahverfi Unnið er að gerð nýrrar ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem leysa á stefnu frá 2011 af hólmi. Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir löngu tímabært að setja skýrar reglur um sambúð ferðaþjónustunnar og íbúa borgarinnar. Áskorun að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustunnar og borgarbúa. 5. júlí 2018 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Nýsamþykkt lög gætu orðið þess valdandi að þeim fyrirtækjum í ferðaþjónustu, sem þurfa að útvega tryggingar vegna pakkaferða, fjölgi um tugi eða hundruð á næsta ári. Heildarfjárhæð trygginga ferðskrifstofa nemur 4,3 milljörðum króna og eru alls 339 íslensk fyrirtæki með virk ferðaskrifstofuleyfi. Meðalfjárhæðin, sem fyrirtæki í slíkum rekstri þarf að útvega, er því tæpar 13 milljónir króna en hjá stærstu ferðaskrifstofunum getur upphæðin aftur á móti numið mörg hundruð milljónum. Núgildandi lög skylda ferðaskrifstofur til að leggja fram tryggingu vegna sölu á pakkaferðum. Hugmyndin að baki lagagreininni er að tryggja viðskiptavini ferðaskrifstofu þannig að unnt sé að endurgreiða þeim eða flytja þá heim komi til gjaldþrots ferðaskrifstofunnar. Í svari Ferðamálastofu við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að nýju lögin um pakkaferðir, sem samþykkt voru í júní og taka gildi á næsta ári, taki til fleiri fyrirtækja en nú er. „Miðað við fjölda leyfa ferðaskipuleggjenda og skráðra bókunarþjónusta má reikna með að nokkur fjöldi þeirra þurfi að sækja um ferðaskrifstofuleyfi og leggja þar með fram tryggingar,“ segir í svari Ferðamálastofu.„Það er ekki gott að segja hversu margir þeir verða. Hvort það verði tugir eða hundruð verður að koma í ljós.“ Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna. Samkvæmt núgildandi reglum skulu tryggingar nema hæstu upphæð eftirfarandi skilyrða: 60% af veltu tveggja söluhæstu mánaðanna í röð, 35% af veltu fjögurra söluhæstu mánaðanna í röð eða 15% af heildarveltu á ári. Trygging skal þó aldrei nema lægri fjárhæð en 1 milljón króna. Flest fyrirtækjanna fara þá leið að fá bankaábyrgð hjá viðskiptabanka gegn þóknun til að verða sér úti um tryggingar. Svo dæmi sé tekið ábyrgist Landsbankinn 1,3 milljarða króna fyrir ferðaskrifstofur einn síns liðs.Lögin barn síns tíma Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor, segir að upphaflegu lögin hafi verið skrifuð þegar ferðalög voru munaðarvara. í dag sé kostnaður við ferðalög mun minni. „Það er margt sem þú kaupir í von um að fá það afhent. Þú kaupir eldhúsinnréttingu sem getur tapast ef seljandi fer á hausinn. Þessar tryggingar eru hins vegar íþyngjandi kvaðir sem eru lagðar sérstaklega á eina atvinnugrein,“ segir Ásberg og bætir við að í flestum tilfellum sé ekki verið að tryggja neytandanum endurgreiðsluna heldur kortafyrirtækinu. „Kortafyrirtækið er nú þegar búið að leggja álag á þóknanir sínar með því að setja þetta inn í reiknistuðulinn. Það er sem sagt búið að gera ráð fyrir því að greiðslur tapist. Ef fyrirtækið mitt færi á hausinn fengju viðskiptavinir endurgreitt frá kortafyrirtækinu sem síðan fengi endurkröfu á þrotabúið.“Jón Gunnar BenjamínssonÁsberg nefnir að á Íslandi séu tvær leiðir til að útvega trygginguna; að fá bankaábyrgð eða binda pening á læstum reikningi. Víðast hvar í Evrópu séu hins vegar margar mismunandi leiðir sem taka mið af stærðargráðu rekstursins. „Við erum komin mjög langt á eftir öðrum þjóðum,“ segir Ásberg. Hann nefnir að til viðbótar við þyngstu tryggingakvaðir á ferðaskrifstofur í Evrópu þurfi íslenskar ferðaskrifstofur að greiða virðisaukaskatt ólíkt erlendum ferðaskrifstofum sem selja ferðir til landsins.Þurfti að veðsetja fasteignina Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Iceland Unlimited, þurfti að útvega tryggingu með því að fá bankaábyrgð hjá viðskiptabanka sem tók veð í fasteign hans á móti. Hann segir fyrirkomulagið íþyngjandi, sérstaklega fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. „Stórar og vel stæðar ferðaskrifstofur með töluverðar fjárhæðir á bankareikningi geta útvegað þessa tryggingu en það er ekki jafn auðvelt fyrir smærri ferðaskrifstofur. Þær þurfa að geta veðsett eignir eigenda á móti til að geta staðið undir þessu,“ segir Jón Gunnar. Leiti fyrirmynda erlendis Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að taka þurfi ýmislegt til endurskoðunar áður en lögin taka gildi, og lagfæra ákvæði reglugerðarinnar, eins og gert var ráð fyrir við lagasetningu. Til þess sé meðal annars rétt að leita fyrirmynda erlendis. „Það þarf að tryggja að reglurnar séu ekki óþarflega íþyngjandi fyrir ferðaþjónustufyrirtækin en um leið að ferðamenn séu tryggðir gegn áföllum,“ segir Jóhannes. „Svíar eru til dæmis nýbúnir að setja sambærileg en jafnframt sveigjanlegri lög um sama málaflokk. Þar þarf til dæmis ekki að reiða fram tryggingu vegna viðskiptavina sem greiða ferðirnar eftir á,“ segir Jóhannes Þór. Bókunarþjónustur munu ekki verða til eftir gildistöku laganna og heitið ferðaskipuleggjandi breytist í ferðasala dagsferða. Þessir lögaðilar munu þurfa að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um viðeigandi leyfi fyrir 1. mars 2019.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. 4. júlí 2018 20:15 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Tími kominn til að friða miðborgina sem íbúðahverfi Unnið er að gerð nýrrar ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem leysa á stefnu frá 2011 af hólmi. Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir löngu tímabært að setja skýrar reglur um sambúð ferðaþjónustunnar og íbúa borgarinnar. Áskorun að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustunnar og borgarbúa. 5. júlí 2018 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00
Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. 4. júlí 2018 20:15
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00
Tími kominn til að friða miðborgina sem íbúðahverfi Unnið er að gerð nýrrar ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar sem leysa á stefnu frá 2011 af hólmi. Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir löngu tímabært að setja skýrar reglur um sambúð ferðaþjónustunnar og íbúa borgarinnar. Áskorun að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustunnar og borgarbúa. 5. júlí 2018 07:00