„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 19:00 Frá samstöðufundi fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í gær. Vísir/Hrund Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. Líkt og kunnugt er orðið skilaði samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær engum árangri. Að óbreyttu mun ríkissáttasemjari boða til fundar í byrjun þarnæstu viku. „Það er því miður bara sama staðan og var uppi í gær, stál í stál ef við getum orðað það þannig,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég mun boða fund innan hálfs mánaðar, að öllum líkindum í byrjun næstu viku ef að ekkert hefur breyst í millitíðinni.“ Fáir möguleikar virðist vera í stöðunni en lögum samkvæmt getur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu hvenær sem er í samningaferlinu að höfðu samráði við samninganefndir. „Það eru hins vegar ekki uppi þær aðstæður núna sýnist mér að hægt sé að beita því úrræði einfaldlega vegna þess að það ber svo langt í milli aðila ennþá. Þannig að efni þeirrar miðlunartillögu er mjög ólíklega til þess fallið að það myndi leysa deiluna,“ segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.Vísir/skjáskotHún hafi bent deiluaðilum á að þetta úrræði sé til staðar en segir ólíklegt að beiting þess beri árangur á þessu stigi. „Ef við myndum vera nálægt því sem ljósmæður gera kröfu um þá er mjög líklegt að fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins myndu fella tillöguna og ef við værum mjög nálægt því sem að samninganefnd ríkisins vill leggja í samninginn þá geri ég ráð fyrir að ljósmæður myndu fella hana.“Ráðherra tilbúinn að liðka fyrir Ljósmæður fara í heildina fram á 17-18% launahækkun en í því felst meðal annars krafa um 170 milljóna króna framlag frá ráðuneyti sem deilast myndi niður á níu heilbrigðisstofnanir og þaðan á allar ljósmæður sem starfa hjá ríkinu samkvæmt kjarasamningi. Aðspurð kveðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra reiðubúin að liðka fyrir á seinni stigum. „Samninganefnd ríkisins fer með umboðið fyrir hönd ríkisins. En það sem ég hef sagt er það að ég er tilbúin að koma að borðinu þegar samningar eru að nást til þess að liðka fyrir og það hef ég gert einu sinni með 60 milljónum og það er ég tilbúin að gera aftur þegar að samningar eru að nást. En ég er ekki aðili að samningunum sem slíkum þannig að ég kem ekki með stórar eða smáar summur inn að samningaborðinu vegna þess að ég á þar ekki sæti,“ segir Svandís. Þá komi ekki til greina að svo stöddu ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. „Mér finnst það ótímabært að ræða það ennþá og mér finnst að aðilar eigi að reyna í lengstu lög að ná saman og ég er þeirrar skoðunar alveg jafn mikið í dag og ég var í gær,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Tengdar fréttir „Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45 Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. Líkt og kunnugt er orðið skilaði samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær engum árangri. Að óbreyttu mun ríkissáttasemjari boða til fundar í byrjun þarnæstu viku. „Það er því miður bara sama staðan og var uppi í gær, stál í stál ef við getum orðað það þannig,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. „Ég mun boða fund innan hálfs mánaðar, að öllum líkindum í byrjun næstu viku ef að ekkert hefur breyst í millitíðinni.“ Fáir möguleikar virðist vera í stöðunni en lögum samkvæmt getur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu hvenær sem er í samningaferlinu að höfðu samráði við samninganefndir. „Það eru hins vegar ekki uppi þær aðstæður núna sýnist mér að hægt sé að beita því úrræði einfaldlega vegna þess að það ber svo langt í milli aðila ennþá. Þannig að efni þeirrar miðlunartillögu er mjög ólíklega til þess fallið að það myndi leysa deiluna,“ segir Bryndís. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.Vísir/skjáskotHún hafi bent deiluaðilum á að þetta úrræði sé til staðar en segir ólíklegt að beiting þess beri árangur á þessu stigi. „Ef við myndum vera nálægt því sem ljósmæður gera kröfu um þá er mjög líklegt að fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins myndu fella tillöguna og ef við værum mjög nálægt því sem að samninganefnd ríkisins vill leggja í samninginn þá geri ég ráð fyrir að ljósmæður myndu fella hana.“Ráðherra tilbúinn að liðka fyrir Ljósmæður fara í heildina fram á 17-18% launahækkun en í því felst meðal annars krafa um 170 milljóna króna framlag frá ráðuneyti sem deilast myndi niður á níu heilbrigðisstofnanir og þaðan á allar ljósmæður sem starfa hjá ríkinu samkvæmt kjarasamningi. Aðspurð kveðst Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra reiðubúin að liðka fyrir á seinni stigum. „Samninganefnd ríkisins fer með umboðið fyrir hönd ríkisins. En það sem ég hef sagt er það að ég er tilbúin að koma að borðinu þegar samningar eru að nást til þess að liðka fyrir og það hef ég gert einu sinni með 60 milljónum og það er ég tilbúin að gera aftur þegar að samningar eru að nást. En ég er ekki aðili að samningunum sem slíkum þannig að ég kem ekki með stórar eða smáar summur inn að samningaborðinu vegna þess að ég á þar ekki sæti,“ segir Svandís. Þá komi ekki til greina að svo stöddu ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. „Mér finnst það ótímabært að ræða það ennþá og mér finnst að aðilar eigi að reyna í lengstu lög að ná saman og ég er þeirrar skoðunar alveg jafn mikið í dag og ég var í gær,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm
Tengdar fréttir „Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45 Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
„Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. 12. júlí 2018 10:45
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45