Beðið í tvö og hálft ár eftir offituaðgerð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 20:30 Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð. Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Kona sem beðið hefur í tvö og hálft ár eftir að komast í magahjáveituaðgerð segir erfitt að missa ekki tökin í biðinni. Hún og fleiri í sömu stöðu þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Í fréttum okkar undanfarið höfum við fjallað um langa biðlista í magahjáveituaðgerðir á Landspítalanum en um 100 manns bíða nú eftir aðgerð. Fagaðilar hafa sagt ástandið grafalvarlegt þar sem fólk þurfi lífsnauðsynlega að komast í aðgerð. Það sé búið að vera of feitt of lengi og eigi í hættu á að fá ýmsa sjúkdóma en það geti ekki lést á annan hátt. Ólöf Öfjörð er ein þeirra sem bíður eftir aðgerð en hún sótti fyrst um að komast að á Reykjalundi í júlí árið 2016 en til þess að komast á biðlista á spítalanum þarf fyrst að fara þangað í meðferð.Borðaði sér til huggunar Ólöf byrjaði að fitna við fermingaraldurinn, eftir að hafa verið lögð í einelti. „Ég borðaði mér til huggunar lengi vel og gerði það þar til fyrir þremur árum. Ég hef örugglega prófað alla megrunarkúra sem eru til á landinu nema kannski ekki vírað saman á mér munninn. Þetta er eilífðarvandamál. Þetta læknast ekki þó að maður fari í megrun. Þetta kemur bara tvöfalt til baka.“ Ólöf var orðin 170 kíló fyrir nokkrum árum en hefur með mikilli hjálp fagaðila náð að léttast um 40 kíló. Hún segist ekki komast neðar. „Maður fær nýja kjörþyng. Líkaminn finnur jafnvægi þarna. Hann heldur sér í þeirri þyngd sem þú ert búin að vera lengst í. Þetta er bara lífeðlisfræði og það er rosalega erfitt að ætla að fara sigra hana. Hún er bara eins og hún er“Segist vita um marga í sömu stöðu Hún segir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir sig að komast í aðgerð - ef hún bíði mikið lengur gæti hún fengið lífshættulega fylgikvilla offitu. „Ég á tvö börn og þarf að lifa áfram fyrir þau. Það eru líka fult af lífsgæðum sem maður missir af ef maður er of feitur. Mig langar til dæmis á skíði en ég get það ekki. Ef ég brota, hver á þá að halda á mér?“ Ólöf segist vita um marga sem eru í sömu stöðu. Hún segir fólk við það að gefast upp. Það er líka bara erfitt að vera ennþá of þungur og komast ekki í sitt framhald. Þú ert búin að undirbúa þig fyrir þessa aðgerð svo þarftu kannski að bíða í tvö þrjú ár“ Það sé þá mikil hætta á því að fólk þyngist aftur og missi tökin. Ólöf er nú loks búin að fá vilyrði fyrir því að hún komist í aðgerðina í vor, nærri þremur árum eftir að hún sótti um á Reykjalundi. „Þegar þú ferð svo að bíða heima er þetta erfitt. Það eru ekki allir sem geta leyft sér það að panta sér tíma hjá sálfræðingi til þess að halda sjálfsaganum við. Það eru ekki allir sem treysta sér inná líkamsræktarstöð. “
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira