Verkalýðsleiðtogar furða sig á vænum hagnaði Samherja Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2018 16:03 Sólveig Anna hjá Eflingu rak upp stór augu í dag þegar fréttist af 77 milljarða hagnaði Samherjasamstæðunnar, þá í ljósi orða ráðamanna um takmarkað svigrúm. „Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn. Kjaramál Viðskipti Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
„Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.Svo segir í fréttatilkynningu sem Samherji hf birti á vefsíðu sinni í dag. Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Þar er jafnframt greint frá því að eigendur Samherja ætli að greiða sér 1220 milljóna arð vegna rekstrarársins 2017. Hagnaðurinn nam 14,4 milljörðum í fyrra og rennur 8,5 prósent hans til hluthafa. Verkalýðsleiðtogar hafa lýst yfir furðu vegna þessa og velta fyrir sér því hvernig þetta megi vera á sama tíma og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. Meðal þeirra er Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.What? Aftur búið að finna svigrúm? Hvað er í gangi eiginlega? segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni: „Mér finnst margt farið að benda til þess að best sé kannski að fara í svigrúmsmálum að ráðleggingum félaga Jesú sem sagði eins og frægt er orðið: Leitið og þér munuð finna. (Amen).“ Ljóst er að þessar fregnir, af glimrandi gengi Samherja, munu ekki verða til að sljákki í kröfugerð vegna lausra samninga á vinnumarkaði. Það stefnir í harðan vetur á þeim vettvangi en bæði Sólveig Anna hjá Eflingu, Ragnar Þór Ingólfsson hjá VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafa öll boðað að verkalýðsfélögin muni í engu slá af kröfum sínum. Og vísa þá til mikilla launahækkana meðal þeirra sem hæst hafa launin og ekki síst ákvörðunar kjararáðs um verulega afturvirka hækkun til þingheims og æðstu ráðamanna hins opinbera. Hörð kjarabarátta ljósmæðra gefur tóninn.
Kjaramál Viðskipti Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira