Hafna áframhaldandi afnámi réttinda starfsmanna NPA Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Um áramót renna út bráðabirgðalög um afnám lágmarksréttinda starfsfólks sem sinnir NPA. Fréttablaðið/Anton Brink Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira