Dómsmál í vegi uppbyggingar hjúkrunarrýma í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 10. september 2018 06:30 Miklar tafir hafa orðið á uppbyggingu rúmlega sextíu hjúkrunarrýma við Boðaþing í Kópavogi. Vísir/Pjetur Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega vegna neitunar ráðuneytisins um stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing 11 og 13 í bænum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir málið eina allsherjar sorgarsögu. Tvö ár eru nú síðan skrifað var undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Síðan þá hefur hins vegar ekkert gerst í málinu og eru forsvarsmenn Kópavogsbæjar afar ósáttir við framgang þess.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við,“ segir Ármann. Hönnunarsamkeppni var haldin fyrir um tveimur árum um hús sem átti að tengjast eldra heimilinu með tengibyggingu. Arkitektar að eldri byggingunni fóru fram á lögbannskröfu á samkeppnina og töldu sig vera í rétti til að teikna hið nýja hús. „Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins,“ bætir Ármann við. Stækkun hjúkrunarheimilisins í Boðaþingi gæti tafist til 2020 vegna dómsmálsins um hver eigi rétt á að teikna bygginguna sem á að hýsa 64 hjúkrunarrými. „Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir,“ segir í bókun bæjarráðs Kópavogs um málið. Í bókuninni segir einnig: „Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira