Upptökur úr myndavélum á Hard Rock sýna atburðarásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 16:38 Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar. Vísir/vilhelm Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum. WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum.
WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01