Nútímaleg ofurlífvera pumpar út poppi Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. október 2018 07:00 Allar litlu lífverurnar sem mynda ofurlífveruna hittust í gegnum netið, eins og gengur og gerist í dag. Stutta sagan er svona: við hittumst öll í gegnum internetið. Langa sagan er hins vegar sú að þetta voru einhver átta ár líklega, af fólki sem sótti tónlistarspjallborð, var vafið saman af YouTube-algóritmum og tengdist í gegnum Facebook. Í byrjun ársins 2016 var stór hluti okkar búsettur í London þar sem við ákváðum að henda í verkefni saman – það var þá sem við gerðum lagið Something for your M.I.N.D. Í því ferli hittum við söngkonuna okkar, Orono Noguchi. Við höfðum líka samband við Soul sem þá bjó í Ástralíu og fengum hann til liðs við okkur. Þarna vorum við í raun bara að fíflast, við bjuggum í þremur mismunandi heimsálfum og fannst ekkert endilega að það yrði að koma eitthvað út úr þessu. Orono fékk demóið og sendi til baka texta hálftíma síðar og við hugsuðum bara „Þetta er sjúkt! Við verðum að koma þessu út!“ – lagið fékk mikla athygli og við áttuðum okkur á að þetta væri ekki „verkefni“ heldur hljómsveit.“ Þar með fæddist hljómsveitin Superorganism sem er skipuð þeim Orono Noguchi, Harry, Emily, Tucan, Robert Strange, Ruby, B og Soul. Þetta eru hressir krakkar sem, eins og Ruby segir hér að ofan, hittust öll í gegnum internetið á einn eða annan hátt. Hluti þeirra var í hljómsveitinni The Eversons og fundu Orono á SoundCloud – þau hittust síðar og segjast hafa tengst í gegnum ást sína á internet-„memes.“ Fyrsta lagið þeirra, Something for your M.I.N.D., var notað í tölvuleiknum FIFA 2018 og Superorganism fékk plötusamning og fór að ferðast um heiminn. Allir meðlimir hljómsveitarinnar búa saman í London – nema Soul býr reyndar einn í íbúð sem er þó að sögn Ruby í grenndinni og að hann hoppi oft yfir í tesopa. „Við erum í raun ekkert að vinna neitt öðruvísi áður en við fluttum öll inn saman. Við höfum alltaf unnið í gegnum netið – við leigjum aldrei stúdíó þar sem við hittumst og spilum saman. Yfirleitt er þetta þannig að ein manneskja fær grunnhugmyndina sem er svo rædd, tekin upp og send á milli. Kannski skellir einhver „sampli“ í lagið og Orono semur mögulega texta og málar málverk, síðan fáum við B það og setjum bakgrunnsraddir og Robert fær það svo á endanum og hugsar upp myndheim fyrir tónlistarvídeó og tónleika. Þannig að það hefur ekki breyst neitt þó að við búum öll saman – við vinnum „sóló“ inni í herbergjunum okkar. Það eina sem hefur breyst er að það er enginn tímamunur á milli okkar.“ Ef skoðað er á Wikipedia hvert hlutverk hvers meðlims hljómsveitarinnar er sést glögglega hvaðan nafn sveitarinnar kemur – hver meðlimur hefur nokkur hlutverk auk þess sem Robert Strange er sjónlistamaður sem sér um allt sem tengist lúkki myndbanda og fleira, Orono er söngkonan en líka málari sveitarinnar og svo eru B, Ruby og Soul öll bakraddir og dansarar. Ruby segir tónlist sveitarinnar vera eins konar elektróníska popptónlist – en tekur það fram að það sé einungis orð sem hún hafi heyrt aðra nota yfir sveitina. Hún sjálf sé alls ekki viss um hvaða orð skuli nota enda komi hver og einn meðlimur með sín sérstöku áhrif inn í allt starf sveitarinnar. „Við erum öll algjörlega hugfangin af hinum og þessum tónlistarstefnum héðan og þaðan – en það sem við eigum sameiginlegt er að við elskum öll popptónlist. Tónlistin er allavega elektrónísk og kannski smá … sérviskuleg? Það er allavega það sem ég heyri aðra segja,“ segir Ruby hlæjandi. Enginn meðlimur sveitarinnar segist hafa komið til Íslands áður og auðvitað eru allir gríðarlega spenntir fyrir því. Ruby er sérstaklega spennt að vita hvar er hægt að fá „chips“ og hefst þá smá misskilningur milli blaðamanns og hennar um merkingu orðsins (blaðamaður heldur að um frönskur sé að ræða en það eru víst kartöfluflögur). En þrátt fyrir það allt saman lofar Ruby miklu fjöri á Airwaves. „Við leggjum mikla vinnu í tónleikana okkar og það sem við vonum að fólkið fái út úr því sé algjörlega alltumlykandi upplifun. Ég vona að fólk geti yfirgefið tónleikana brosandi vegna þess að það hafi getað dansað smá, grátið smá, hlegið og verið togað inn í sjónrænan heim okkar. Við erum að fara með ykkur í rússíbana, baby, komið með!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Stutta sagan er svona: við hittumst öll í gegnum internetið. Langa sagan er hins vegar sú að þetta voru einhver átta ár líklega, af fólki sem sótti tónlistarspjallborð, var vafið saman af YouTube-algóritmum og tengdist í gegnum Facebook. Í byrjun ársins 2016 var stór hluti okkar búsettur í London þar sem við ákváðum að henda í verkefni saman – það var þá sem við gerðum lagið Something for your M.I.N.D. Í því ferli hittum við söngkonuna okkar, Orono Noguchi. Við höfðum líka samband við Soul sem þá bjó í Ástralíu og fengum hann til liðs við okkur. Þarna vorum við í raun bara að fíflast, við bjuggum í þremur mismunandi heimsálfum og fannst ekkert endilega að það yrði að koma eitthvað út úr þessu. Orono fékk demóið og sendi til baka texta hálftíma síðar og við hugsuðum bara „Þetta er sjúkt! Við verðum að koma þessu út!“ – lagið fékk mikla athygli og við áttuðum okkur á að þetta væri ekki „verkefni“ heldur hljómsveit.“ Þar með fæddist hljómsveitin Superorganism sem er skipuð þeim Orono Noguchi, Harry, Emily, Tucan, Robert Strange, Ruby, B og Soul. Þetta eru hressir krakkar sem, eins og Ruby segir hér að ofan, hittust öll í gegnum internetið á einn eða annan hátt. Hluti þeirra var í hljómsveitinni The Eversons og fundu Orono á SoundCloud – þau hittust síðar og segjast hafa tengst í gegnum ást sína á internet-„memes.“ Fyrsta lagið þeirra, Something for your M.I.N.D., var notað í tölvuleiknum FIFA 2018 og Superorganism fékk plötusamning og fór að ferðast um heiminn. Allir meðlimir hljómsveitarinnar búa saman í London – nema Soul býr reyndar einn í íbúð sem er þó að sögn Ruby í grenndinni og að hann hoppi oft yfir í tesopa. „Við erum í raun ekkert að vinna neitt öðruvísi áður en við fluttum öll inn saman. Við höfum alltaf unnið í gegnum netið – við leigjum aldrei stúdíó þar sem við hittumst og spilum saman. Yfirleitt er þetta þannig að ein manneskja fær grunnhugmyndina sem er svo rædd, tekin upp og send á milli. Kannski skellir einhver „sampli“ í lagið og Orono semur mögulega texta og málar málverk, síðan fáum við B það og setjum bakgrunnsraddir og Robert fær það svo á endanum og hugsar upp myndheim fyrir tónlistarvídeó og tónleika. Þannig að það hefur ekki breyst neitt þó að við búum öll saman – við vinnum „sóló“ inni í herbergjunum okkar. Það eina sem hefur breyst er að það er enginn tímamunur á milli okkar.“ Ef skoðað er á Wikipedia hvert hlutverk hvers meðlims hljómsveitarinnar er sést glögglega hvaðan nafn sveitarinnar kemur – hver meðlimur hefur nokkur hlutverk auk þess sem Robert Strange er sjónlistamaður sem sér um allt sem tengist lúkki myndbanda og fleira, Orono er söngkonan en líka málari sveitarinnar og svo eru B, Ruby og Soul öll bakraddir og dansarar. Ruby segir tónlist sveitarinnar vera eins konar elektróníska popptónlist – en tekur það fram að það sé einungis orð sem hún hafi heyrt aðra nota yfir sveitina. Hún sjálf sé alls ekki viss um hvaða orð skuli nota enda komi hver og einn meðlimur með sín sérstöku áhrif inn í allt starf sveitarinnar. „Við erum öll algjörlega hugfangin af hinum og þessum tónlistarstefnum héðan og þaðan – en það sem við eigum sameiginlegt er að við elskum öll popptónlist. Tónlistin er allavega elektrónísk og kannski smá … sérviskuleg? Það er allavega það sem ég heyri aðra segja,“ segir Ruby hlæjandi. Enginn meðlimur sveitarinnar segist hafa komið til Íslands áður og auðvitað eru allir gríðarlega spenntir fyrir því. Ruby er sérstaklega spennt að vita hvar er hægt að fá „chips“ og hefst þá smá misskilningur milli blaðamanns og hennar um merkingu orðsins (blaðamaður heldur að um frönskur sé að ræða en það eru víst kartöfluflögur). En þrátt fyrir það allt saman lofar Ruby miklu fjöri á Airwaves. „Við leggjum mikla vinnu í tónleikana okkar og það sem við vonum að fólkið fái út úr því sé algjörlega alltumlykandi upplifun. Ég vona að fólk geti yfirgefið tónleikana brosandi vegna þess að það hafi getað dansað smá, grátið smá, hlegið og verið togað inn í sjónrænan heim okkar. Við erum að fara með ykkur í rússíbana, baby, komið með!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist „Ég heillast af hættunni“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira