Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2018 20:15 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir. Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir.
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20