Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. október 2018 20:15 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir. Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildi er einn þeirra og eini Íslendingurinn sem var handtekinn í morgun en hinir mennirnir níu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti, að því fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Það var upp úr klukkan sex í morgun sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu á tveimur stöðum, meðal annars í aðsetur sem starfsmannaleigan Manngildi hefur hér í Stangarhyl, þar voru iðnaðarmenn á vegum starfsmannleigunnar handteknir og hnepptir í varðhald. Vitnum að atburðarrásinni og inngöngu lögreglu var brugðið við atganginn. Larysa Iasinska, starfsmaður starfsmannaleigunnar ManngildisVísir/Stöð 2„Fyrst ruddust þeir inn í herbergið okkar. Maðurinn minn mátti ekki klæða sig,“ sagði Larysa Iasinska, starfsmaður Manngildis, en hún varð vitni af atburðarráðsinni í morgun. Eiginmaður Larysu var ekki handtekinn í aðgerðunum en bæði þurftu þau að sanna fyrir lögreglu hver þau væri. „Ég sýndi þeim alla pappírana mína og maðurinn minn gaf þeim kennitöluna sína og bankaupplýsingar en það var ekki nóg. Lögreglan vildi sjá vegabréf. Þeir komu fram við okkur eins og glæpamenn, eitthvað sem mér finnst óþægilegt,“ segir Larysa. Framkvæmdastjóra og eiganda Manngildis var sleppt að lokinni skýrslutöku í morgun en starfsmannaleigan hefur um sjötíu iðnaðarmenn á sínum. Lögmaður fyrirtækisins fagnar því að lögreglan sé með eftirlit með hvort menn komi löglega inn í landið. Hann segir starfsmannaleiguna og eiganda hennar ekki hafa brotið lög. Tryggvi Agnarsson, lögmaður ManngildisVísir/Stöð 2„Umbjóðandi minn sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hann kom alveg af fjöllum. Vissi ekkert hvað var verið að tala um, að fólk væri í vinnu hjá honum sem hefði komið ólöglega til landsins. hann segir við mig, af hverju ætti ég að taka þátt í því. Það er engin ástæða til þess og ég myndi aldrei gera slíkt,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður starfsmannaleigunnar manngildis. Tryggvi segir að hvorki hann né eigandi Manngildis hafi fengið upplýsingar um hvaða starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar eiga í hlut. Þeir hafi fengið úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá í upphafi árs, en þegar þeir sóttu um nýskráningu, svokallaða fulla skráningu, vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf starfsmannanna væru bæði fölsuð og stolin. Nú síðdegis var átta af þeim erlendu iðnaðarmönnum sem handteknir voru sleppt en þeir gátu sýnt fram á hverjir þeir eru, en verður gert að tilkynna sig á lögreglustöð með reglubundnum hætti á meðan málið er til meðferðar. Yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að krafist verði gæsluvarðhalds yfir einum sem gat ekki gert fyllilega grein fyrir því hver hann væri. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Stöð 2„Við höfum ekki hugmynd um nákvæman aldur eða þjóðerni,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis um manninn sem krafist verður gæsluvarðhalds yfir. Hefur Íslendingurinn eða starfsmannaleigan sem um ræðir gerst brotleg við lög? „Þáttur starfsmannaleigunnar er enn þá dálítið óljós en það eina í raun og veru sem ég get fullyrt er að allir þessir erlendu ríkisborgarar voru undir hatti starfsmannaleigunnar,“ sagði Ásgeir.
Tengdar fréttir Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20