Kaldar kveðjur frá Alþýðusambandinu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Bjarg gerði samkomulag við IKEA um innréttingar í íbúðir sínar. Fréttablaðið/Ernir Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Það eru skrýtin skilaboð frá félagi í eigu ASÍ að útiloka fyrirfram innlenda framleiðendur frá þátttöku í að smíða innréttingar fyrir Bjarg íbúðafélag. Þetta er mat stjórnar Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda. Bjarg hefur áður þurft að svara gagnrýni fyrir að flytja inn einingahús frá Lettlandi í stað þess að notast við innlenda framleiðslu og verkafólk. Bjarg, sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var af ASÍ og BSRB, gerði í byrjun nóvember samkomulag við IKEA um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu felst að Bjarg mun „leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma,“ eins og segir í tilkynningu Bjargs. Félagið er með 223 íbúðir í byggingu í Reykjavík og á Akranesi og mörg hundruð íbúðir í undirbúningi víðar.Eyjólfur Eyjólfsson.Innlendir framleiðendur líta hins vegar svo á að í þessu samkomulagi felist ákveðið vantraust á þá, auk þess sem verið sé að flytja út vinnu að óþörfu. „Líklega gefa þeir hjá Bjargi sér að þeir fái innréttingarnar ódýrari í IKEA en vörur þeirra eru að mestum hluta framleiddar í láglaunalöndum í Austur-Evrópu og Asíu,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda og framkvæmdastjóri Axis húsgagna. Málið veki áleitnar spurningar fyrir komandi kjaraviðræður og áhrif launakostnaðar á Íslandi. „Þetta eru skrýtin skilaboð frá ASÍ.“ Fréttablaðið og Ríkisútvarpið fjölluðu í síðustu viku um gagnrýni á að fyrirhuguð uppbygging á Akranesi væri öll unnin með innfluttum einingahúsum frá Lettlandi. Þar var spurt hvort verkalýðsforystan væri búin að verðleggja íslenskt vinnuafl svo hátt að hún þyrfti að flytja viðskipti sín til útlanda. Í Fréttablaðinu í síðustu viku vörðu Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, viðskiptin með einingahúsin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira