Heimsbyggðin hvött til þess að halda með Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 14:00 Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Vísir/Vilhelm Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ef þú veist ekki með hvaða liði þú átt að halda með á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ættirðu að halda með Íslandi. Þetta eru skilaboð þó nokkra fjölmiðla sem fjallað hafa um þátttöku Íslands á HM að undanförnu.Bandaríski vefmiðillinn Quartz birti í dag heilmikla grein þar sem farið er yfir ástæður þess af hverju þeir sem eigi ekki lið á HM eigi að halda með Íslandi. Þar er sama gamla sagan um uppruna árangurs Íslands rakin, fjöldi þjálfara miðað við höfðatölu, sparkvellirnir og innanhúsvellirnir auk þess sem farið er yfir árangurs Íslands á EM 2016. Þá er samband Heimis Hallgrímssonar, þjálfara liðsins, og Tólfunar rakið stuttlega og svo er það rúsínan í pylsuendanum, hver vilji ekki heyra í „brjálaða lýsandanum“ lýsa leikjum Íslands en sá lýsandi er að sjálfsögðu Guðmundur Benediktsson.Washington Post er hrifið af íslenska liðinu Bandaríska stórblaðið Washington Post virðist einnig vera hrifið af Íslandi og að undanförnu hafa birst nokkrar greinar þar sem fjallað er um Ísland og af hverju svo margir muni halda með þeim á Íslandi.Í grein sem birtist í gær segir að líkurnar séu klárlega ekki með Íslandi í liði, það skipti hins vegar ekki máli þar sem allar líkur séu á því að áhorfendur muni falla fyrir Strákunum okkar engu að síður. Þar, eins og í grein Quartz, er stuttlega farið yfir af hverju líkur séu á því að flestir muni falla fyrir Íslandi. Minnst er á fyrra starf Heimis, af hverju liðsandi liðsins sé mikilvægari en einstaklingarnir í liðinu auk þess sem að stuttlega er fjallað um Gylfa Þór Sigurðsson.HÚHvisir/vilhelm„Það er erfitt að segja að liðið spili fallegan fótbolta en það er eitthvað við liðið og stuðningsmennina sem gerir það að verkum að horfa á landsliðið er ótrúlega gaman,“ er skrifað í blaðið. Þar segir einnig að ef þú viljir halda með liði sem er að fara að sigra mótið sé ekki sniðugt að velja Ísland, en viljir þú halda með heilli þjóð þá sé Ísland rétta valið.Í annarri grein sem birtist einnig í gær er lesendum svo ráðlagt með hvaða liði þeir eigi að halda á HM, sé þeirra lið ekki að fara að taka þátt. Er þessu sérstaklega beint til Bandaríkjamanna enda bandaríska liðið ekki að fara að taka þátt. Næstefst á blaði er lið Íslands og er ástæða þess sögð að þrátt fyrir fámennið sé landsliðið afar gott knattspyrnulið.Ófrumlegt að halda með Íslandi? Íslenska landsliðið er svo efst á blaði tískuritsins Esquire þar sem farið er yfir með hvaða liði skuli halda á HM.Þar, eins og í hinum greinunum, er farið stuttlega yfir sögu Íslands í knattspyrnuheiminum. Svo virðist sem að Ísland sé efst á blaði hjá tímaritinu aðallega vegna þess að slæmt sé að vera ekki í sama liði og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður heims.Ekki eru þó allir fjölmiðlar sammála um að Ísland sé málið á HM. Þannig segir í grein USA Today frá því í gær að afar ófrumlegt sé að halda með Íslandi.„Leeeeeeeiiiiðiiiinlegt. Hvað er svona gaman við það að hoppa upp á vagninn sem allir eru á. Sýndu smá frumleika,“ segir í greininni.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu ferðamannaparadísina þar sem landsliðið dvelur Sól, sól, skín á mig. 14. júní 2018 08:00 Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Ólafur Ingi: Rússinn hrifinn af hormottunni en ég á eftir að sjá eftir þessu Ólafur Ingi Skúlason skartar glæsilegri mottu sem hann safnaði í gamni. 14. júní 2018 12:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent