Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi í Eflingu. vísir/ernir „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
„Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. Lista með núverandi stjórnarmönnum hefur þegar verið stillt upp. Sjö manns auk Sólveigar eru á nýja listanum sem hún segir skipaðan fólki í ýmsum störfum innan Eflingar, þar með töldum þremur innflytjendum. Sjálf vinnur hún sem ófaglærð á leikskóla. Aðspurð um helstu áherslumál segir Sólveig málefnin hreinlega hrannast upp. „Fólk er náttúrlega ótrúlega ósátt við að strita langan og erfiðan vinnudag fyrir laun sem ekki er hægt að lifa af. Hér er fullorðið fólk sem þarf að sjá fyrir fjölskyldu að vinna á lágmarkstöxtum og það er engin leið til að láta enda ná saman.“ Sólveig segir að staðan væri væntanlega ekki svona slæm ef hér væri háð sú róttæka verkalýðsbarátta sem fyrir löngu sé kominn tími á. „Hún felst í því að vera raunverulega fulltrúi fólksins sem vinnur verkmannavinnuna, fólksins sem stritar hér í þessu arðránssamfélagi,“ útskýrir hún. „Eitt af stóru vandmálunum er að við erum orðin algjörlega ósýnileg. Við eigum hvergi pláss, það talar enginn máli okkar og við fáum enga athygli.“ Aðspurð hvernig nákvæmlega þau hyggist ná fram launahækkunum og öðrum bótum segist Sólveig ekki tilbúin að svara því að svo stöddu. Það komi þó til greina að beita verkfallsvopninu oftar. „Eftir að kreppan reið yfir með öllum niðurskurðinum sem fylgdi taldi ég að það hlyti að koma að því að verkfallsvopninu yrði beitt til þess að bæta kjör okkar. Og ég er algjörlega undrandi á því að það hafi ekki verið gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent