Forstjóri norska STEFs hafnar íslenskri frásögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar sem samdi textann við Söknuð og söng, mætti á blaðamannafund tónskáldsins. Fréttablaðið/Eyþór Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. „Þetta varðar alla höfunda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tónskáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Noregi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins.Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Eyþór„Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilumál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfsmaður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneigingu til að fara frjálslega með höfundarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamannafundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjölmiðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið. Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Þáverandi framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna STEFs hafði eftir forstjóra systursamtakanna í Noregi að honum kæmi ekki á óvart að komið væri upp lagastuldarmál tengt Rolf Løvland. Norski forstjórinn neitar þeirri frásögn. „Þetta varðar alla höfunda,“ segir Jóhann Helgason tónlistarmaður um mál sitt gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland. Jóhann segir að hann hafi á sínum tíma snúið sér til STEFs, sem gætir höfundarréttargreiðslna fyrir tónskáld hérlendis, vegna þess að hann taldi lagið You Raise Me Up í raun vera lag hans Söknuð sem út kom á árinu 1977. STEF hafi fengið tvo sérfræðinga til að meta lögin og þeir komist að því að þau væru sláandi lík. STEF hafi í framhaldinu sent systursamtökum sínum í Noregi, TONO, erindi um málið í maí 2004 enda var Norðmaðurinn Rolf Løvland skráður höfundur You Raise Me Up. Jóhann rifjar upp að hann hafi á þessum tíma setið fund með þáverandi framkvæmdastjóra STEFs, Eiríki Tómassyni sem síðar varð dómari við Hæstarétt Íslands. Eiríkur hafi sagt frá símtali sem hann átti við Cato Strøm, forstjóra TONO, vegna málsins.Jóhann Helgason tónlistarmaður. Fréttablaðið/Eyþór„Þá sagði Eiríkur að hann hefði heyrt í Cato og að Cato hefði sagt við sig að þetta kæmi sér ekki á óvart, þetta væri ekki í fyrsta skipti sem mál af þessu tagi kæmi á hans borð varðandi þennan höfund,“ segir Jóhann og bætir því við að hann hafi á fimmtudag rætt við Eirík til að ganga úr skugga um að þetta væri rétt munað. „Eiríkur sagðist muna vel eftir þessu og að ég mætti hafa það eftir honum.“ Cato, sem enn er forstjóri TONO, hafnaði þessari frásögn hins vegar algerlega í svari til Fréttablaðsins í gær. „Ég verð að undirstrika að ég hef aldrei sagt að Løvland sé, eða hafi verið viðriðinn önnur deilumál,“ segir í svari forstjóra TONO. Á blaðamannafundi Jóhanns Helgasonar á miðvikudag dró Jon Kjell Seljseth, samstarfsmaður Jóhanns og um skeið samstarfsmaður Løvlands, upp þá mynd af Løvland að hann hafi haft tilhneigingu til að fara frjálslega með höfundarvarið efni annarra tónskálda. Jóhann segir að frá blaðamannafundi hans á miðvikudag hafi málið fyrst og fremst vakið athygli hér innanlands. Mikilvægt sé að það veki eftirtekt erlendis með fjölmiðlaumfjöllun svo það komi fyrir augu fjárfesta sem væru þá til í að leggja fé í málsókn ytra sem kosta muni yfir eitt hundrað milljónir. „Ég vona það að minnsta kosti því málið er verðugt,“ segir tónskáldið.
Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45 Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. 4. apríl 2018 13:38
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20
Universal boðar mikla hörku í lagastuldarmáli Útgáfurisinn Universal hafnar algerlega kröfu Jóhanns Helgasonar vegna lagsins You Raise Me Up og kveðst munu verjast af krafti láti hann verða af þeirri "hótun“ að fara með málið fyrir dómstóla. Rolf Løwland svaraði ekki fyrirspurnum. 6. apríl 2018 04:45
Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal Vill meina að laginu Söknuði hafi verið stolið þegar You Raise Me Up var samið. 4. apríl 2018 13:30