Ensk útgáfa af Söknuði birt á netinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 13:38 Jóhann Helgason, tónlistarmaður. Vísir/Anton Brink Út er komin ný útgáfa á ensku af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason. Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. Þessari útgáfu af laginu er ætlað að undirstrika skyldleika lagsins You Raise Me Up við Söknuð en klukkan 14 í dag hefst blaðamannafundur Jóhanns Helgasonar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á Söknuði.Á fundinum, sem haldinn er í Hljóðrita, verður kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum. Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden. Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu. Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Út er komin ný útgáfa á ensku af laginu Söknuði eftir Jóhann Helgason. Lagið heitir á Into the Light og er það söngvarinn Edgar Smári sem flytur. Þessari útgáfu af laginu er ætlað að undirstrika skyldleika lagsins You Raise Me Up við Söknuð en klukkan 14 í dag hefst blaðamannafundur Jóhanns Helgasonar vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music, norska lagahöfundinum Rolf Løvland og fleirum vegna meints hugverkastuldar á Söknuði.Á fundinum, sem haldinn er í Hljóðrita, verður kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97 prósent. Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. Lag Jóhanns er samið við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar sem söng það inn á hljómplötu árið 1977. Hefur því verið haldið fram að Rolf Løvland hafi heyrt lagið Söknuð á meðan hann dvaldi hér á landi og fékk kynningarkasettu með íslenskum lögum. Jóhann hefur staðið í þessari baráttu í um áratug en lagið You Raise Me Up var fyrst flutt af írsk/norska dúettinum Secret Garden. Þann dúett skipuðu írski fiðluleikarinn Fionnuala Sherry og fyrrnefndur Rolf Løvland. Þau vöktu fyrst athygli þegar þau unnu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 1995 með laginu Nocturne.Í flutningi Secret Garden náði lagið athygli einhverra í Bretlandi en það var ekki fyrr en söngvarinn Josh Groban flutti það sem það sló í gegn á heimsvísu.
Jóhann Helgason gegn Universal Tengdar fréttir Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Jóhann Helgason höfðar mál vegna You Raise Me Up Vill meina að lagið Söknuður hafi verið selt í hundrað milljónum eintaka og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna. 3. apríl 2018 14:20