Eldur, ís og örvun allra skynfæra Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. apríl 2018 08:30 Hjónin Ragnhildur og Júlíus komust í kynni við bandaríska prófessora sem voru að bræða hraun í tilraunaskyni og þá fór boltinn að rúlla. Fréttablaðið/Anton Brink Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmyndina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Icelandic Lava Show er fyrirtæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrirtækið stendur fyrir hraunsýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustufyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhugasömum auðvitað, kleift að upplifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á endanum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningarvit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setjum í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykjavík sem hjálpaði okkur mikið í samskiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint-sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgunkaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft-spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upptekinn af „lava“-þættinum í Minecraft sem honum þykir mjög spennandi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geðveikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá myndbönd af þessu að síðan þessi hugmynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátttökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengslanet. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálpaði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Í sýningunni Icelandic Lava Show blandast eldur og ís bókstaflega saman á dramatískan hátt. Stofnendur fyrirtækisins fengu hugmyndina frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi og Minecraft-spilun sonar síns. Icelandic Lava Show er fyrirtæki stofnað af hjónunum Ragnhildi Ágústsdóttur og Júlíusi Inga Jónssyni. Fyrirtækið stendur fyrir hraunsýningu þar sem þau bræða og hella hrauni yfir ís fyrir framan sal fullan af fólki. „Við erum í raun og veru að búa til afþreyingartengt ferðaþjónustufyrirtæki þar sem við erum að gera ferðamönnum, og öðrum áhugasömum auðvitað, kleift að upplifa samspil hrauns við ís í návígi. Þetta er skýr skírskotun í gos undir jökli. Við ætlum að opna þetta í byrjun sumars í Vík í Mýrdal – við höfum verið á fullu síðan sumarið 2016 þegar við tókum þátt í Startup Reykjavík að vinna í þessu. Eins og er stundum með þessi „startup“ þá gengur allt rosa vel á stundum og allt að gerast en svo koma lengri tímabil þar sem ekki er mikið í gangi – það er mikil þrautseigja og þolinmæði sem maður þarf að sýna, en ef maður hefur trú á konseptinu, sjálfum sér og verkefninu þá gerist þetta á endanum,“ segir Ragnhildur. Þau hjónin eru í óðaönn að standsetja húsnæðið og koma sýningunni af stað. Og sýningin er mikið sjónarspil eins og gefur að skilja – hraunið skellur á ísnum með miklum látum og snarki og þessu fylgir mikill hiti og brunalykt þannig að öll skilningarvit eru örvuð. Lava Show vakti enda mikla athygli þegar fyrirtækið fór í gegnum Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn þarna um árið. „Í grunninn er þetta þannig að við tökum basalt og við hitum það upp í einhverjar fjórtán hundruð gráður í sérútbúnum bræðsluofni. Svo erum við að framleiða íshellur sem við setjum í rennu í sýningarsalnum þangað sem við hellum hrauninu. Þetta er svolítið „kreisí“ hugmynd, þetta er pínu „out there“ og mjög sjónrænt og myndrænt – þannig að við fengum töluverða athygli í Startup Reykjavík sem hjálpaði okkur mikið í samskiptum við fjárfesta og aðra sem við höfum verið í viðræðum við.“ Þau helltu kílói af hrauni á ís fyrir framan fjárfestahópinn á meðan aðrir létu sér kannski nægja góða PowerPoint-sýningu. Aðspurð hvernig þessi hugmynd hafi fæðst segir Ragnhildur að þau hjónin hafi alltaf langað til að stofna fyrirtæki og raunar reglulega tekið hugmyndafundi saman yfir morgunkaffinu. Þeim hafi þó aldrei tekist að detta niður á hugmynd sem þau hafi bæði verið sammála um að væri góð, ekki fyrr en hugmyndin að Lava Show kom frá Minecraft-spilun eins sonarins. „Elsti strákurinn okkar er mjög hrifinn af Minecraft og mjög upptekinn af „lava“-þættinum í Minecraft sem honum þykir mjög spennandi – og svo erum við bæði algjörir jarðfræðinördar. Þegar gosið varð á Fimmvörðuhálsi árið 2010 fórum við upp eftir og fannst þetta alveg geðveikt. Við hugsuðum hversu geggjað það væri fyrir Ísland ef þetta gos væri bara áfram, svona eins og á Hawaii. Það komust auðvitað færri að en vildu og þá fórum við í kjölfarið að pæla hvernig væri hægt að vinna þetta – en útfærslan var eitthvað sem við vorum aldrei almennilega með.“ Haustið 2015 komust þau svo í kynni við bandaríska prófessora sem höfðu verið að bræða hraun í tilraunaskyni. Þeim fannst þau hjónin algjörlega galin en þau flugu út og fóru að hitta þá. Prófessorarnir mega ekki stunda hraunbræðslu í viðskiptaskyni þannig að þau buðu þeim að vera með – sem þeir þáðu. „Strákurinn okkar elsti varð líka svo spenntur þegar hann sá myndbönd af þessu að síðan þessi hugmynd dúkkaði upp vissum við alveg strax að þetta væri málið. Og við vorum síðan nógu galin til að fara út í þetta.“ Þau voru ekki alveg viss með þátttökuna í Startup Reykjavík enda bæði viðskiptafræðimenntuð og með mikla reynslu á því sviði og fannst því ekkert endilega eins og það væri eitthvað sem þau þyrftu að gera. „Eftir að við fórum á fund með forsvarsmönnum Startup Reykjavík sáum við að hvað maður græði ekki hvað síst á er að þetta býr til tengslanet. Það eru mentorar sem taka þátt í þessu og koma margir hverjir með frábæra punkta, þó að sumir hverjir kannski passi ekki alveg – þá er þetta alveg ómetanlegt og klárlega ýtti við okkur. Þetta gerði það að verkum að við erum á þeim stað með verkefnið sem við erum í dag. Svo fengum við talsvert mikla umfjöllun sem hjálpaði okkur mikið. Allt svoleiðis skiptir máli.“ Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira