Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2018 20:15 Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Allt of algengt er að raki og mygla sé í úthlutuðu félagslegu húsnæði að sögn húsmóður. Í Grafarvogi býr einstæð móðir með fjögur ung börn í slíku húsnæði sem lekur vegna myglu. Henni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar með börnum sínum sem eru orðin veik af astma vegna ástandsins að sögn húsmóður. Í kvöldfréttum höfum við fjallað um stöðu heimilislausra og langan biðtíma þeirra eftir íbúð. Dæmi séu um að fjölskyldur bíði heimilislausar í sjö ár eftir íbúð. Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi Flokks fólksins fer nú fram á að biðlistinn verði greindur sökum langs biðtíma. Svanhvít Tómasdóttir þekkir biðina af eigin raun, sem hún segir ömurlega. „Hún er hreint út sagt ömurleg. Ég beið í þrjú ár og horfði á fólk sem var ekki búið að vera nema í þrjá mánuði á lista tekið fram fyrir mann. Það fer eftir því hvort þú þekkir einhvern í úthlutnarnefnd, hvort þú fáir fyrr úthlutað,“ segir Svanhvít Tómasdóttir, húsmóðir. Reykjavíkurborg vísar fullyrðingu Svanhvítar algjörlega á bug. Úthlutanir í félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fari fram á sérstökum fundi úthlutunarteymis. Fullnægi umsækjandi þeim skilyrðum sem eru sett fyrir umsókn, s.s. tekjuviðmið, raðist umsóknir í forgangsröð eftir ákveðnum matsviðmiðum þar sem m.a. sé höfð hliðsjón af núverandi húsnæðisaðstæðum, heilsufari, félagslegum aðstæðum og tekjum. Við lok greiningar séu reiknuð stig fyrir hvern þátt fyrir sig. Útkoman sé skráð á lista sem hafður sé til hliðsjónar við úthlutun húsnæðis. Úthlutun ráðist eingöngu af fyrrgreindum atriðum. Hægt sé að bera niðurstöður úthlutunarfunda undir úrskurðanefnd velferðarmála. Þá segir Svanhvít að of algengt sé að mygla og raki komi í ljós að afhendingu lokinni. „Móðir barnabarnanna minna, með fjögur börn, fékk úthlutaðri íbúð sem lekur, móða á milli glerja, ónýtur bakaraofn, klósettið lak, göt á öllum hurðum. Íbúðin var rakamæld af fagmanni og það er 90% raki í útvegg,“ segir Svanhvít.Umrædd íbúð í GrafarvogiSkjáskot úr fréttÞrátt fyrir myglu verði hún að sætta sig við aðstæður, enda hafi hún ekki í önnur hús að venda. „Nei hún verður bara að sætta sig við þetta. Hún fær ekki afslátt af húsaleigu. Þarna býr hún með lítil börn sem eru hóstandi á astmalyfjum og hóstastillandi lyfjum. Hún verður bara að sætta sig við þetta. Þetta er ekki boðlegt lengur. Það verður að gera eitthvað,“ segir Svanhvít.Hvað þarf að gerast? „Það þarf algjörlega að hreinsa til í kerfinu. Algjörlega,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira