Segir skilyrðin ekki teljandi hindrun fyrir ferðaskrifstofur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Ráðherra telur skilyrðin ekki vera mikla hindrun. Vísir/Eyþór Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur sem varða tryggingar sem ferðaskrifstofum er skylt að útvega. Að öðru leyti feli skilyrði fyrir ferðaskrifstofuleyfum ekki í sér teljandi hindranir. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær nemur heildarfjárhæð trygginganna samtals 4,3 milljörðum króna og munu nýsamþykkt lög leiða til þess að tugir eða hundruð ferðaþjónustufyrirtækja bætast í hóp þeirra sem greiða þurfa trygginguna. Viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála um að reglurnar væru íþyngjandi í núverandi mynd og sagði eigandi meðalstórrar ferðaskrifstofu að hann hefði þurft að veðsetja fasteign sína til að geta útvegað bankaábyrgð fyrir tryggingunni.Sjá einnig: Milljarðatryggingar á pakkaferðum Útfærsla og fjárhæð trygginga er í höndum ráðherra sem setur reglur þess efnis á grundvelli laganna og í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Þórdís Kolbrún að helsti tilgangurinn með lagasetningunni sé að auka neytendavernd. „Í því felst vissulega að frá og með næstu áramótum munu fleiri seljendur en áður þurfa leyfi og tryggingar,“ segir hún. Þórdís Kolbrún segir að aðalatriðið sé að kröfurnar séu ekki óhóflegar og að ráðuneytið hafi verið að endurskoða reiknireglur til að tryggja að svo verði ekki. „Að öðru leyti má segja að skilyrði fyrir leyfum séu frekar einföld og feli ekki í sér teljandi hindranir.“ Þá segir Þórdís að sjálfsagt sé að hafa hliðsjón af reynslu og útfærslu annarra landa.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Milljarðatryggingar á pakkaferðum Tryggingar sem 339 ferðaskrifstofum á Íslandi er skylt að útvega vegna pakkaferða nema 4,3 milljörðum króna samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Nýsamþykkt lög geta leitt til þess að hundruð ferðaþjónustufyrirtækja til viðbótar verði gerð tryggingarskyld. 12. júlí 2018 07:00