Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Bergþór Másson skrifar 13. júlí 2018 14:38 Ótrúleg mynd náðist af því þegar nautið stakk Adolf. Denia Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016 Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016
Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11