Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Bergþór Másson skrifar 13. júlí 2018 14:38 Ótrúleg mynd náðist af því þegar nautið stakk Adolf. Denia Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016 Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016
Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11