Íslendingur stunginn í nautahlaupi á Spáni Bergþór Másson skrifar 13. júlí 2018 14:38 Ótrúleg mynd náðist af því þegar nautið stakk Adolf. Denia Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016 Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Íslendingur að nafni Adolf Arnar Adolfsson var stunginn af nauti í spænska smábænum Denia í fyrradag. DV greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í nautahlaupi sem er partur af árlegum hátíðarhöldum bæjarins sem kallast á íslensku „Nautin í Sjóinn.“ Denia er 40.000 manna bær á suðaustur Spáni, 90 kílómetrum frá Alicante. „Nautin í Sjóinn“ er vikulöng hátið sem haldin er árlega í bæjum út um allan Spán en er Deniabær sérstaklega þekktur fyrir það að halda hana veglega. Unnusta Adolfs, Jónheiður Pálmey Ragnarsdóttir, segir í samtali við DV að nautið hafi stungið hornunum undir Adolf og henti honum yfir sig. Adolf hlaut skurði en segist ekki vera alvarlega meiddur. Adolf og Jónheiður hafa verið í sumarfríi á Spáni undanfarna daga og höfðu upplifað nautahlaupið áður einungis sem áhorfendur en í ár ákvað Adolf að taka þátt sjálfur. Í frétt Denia kemur fram að 35 ára erlendur karlmaður hafi slasast í nautahlaupinu í fyrradag og að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús en sé í stöðugu ástandi. Hátíðin felur í sér að nautunum er sleppt lausum niður aðalgötu bæjarins og bæjarbúar hlaupa á undan þeim og láta þau elta sig. Búinn er til sérstakur nautaatshringur við sjóinn þar sem helmingur hringsins er strönd og hinn helmingurinn er sjór. Þá er nautunum sleppt inn í hringinn og þáttakendur í athöfninni hlaupa síðan inn í hringinn með það að markmiði að láta nautin detta ofan í sjóinn án þess að líkamlega koma við þau. Ýmsum brögðum er beitt til þess að koma nautunum í sjóinn og þeim sem tekst að koma nauti í sjóinn, er dæmdur sigurvegari hátíðarinnar.Eurotourguide.com segir meðal annars frá því að Deniabær verði að gríðarlega hættulegum stað hvern júlímánuð vegna hátíðarinnar. Hér má sjá myndband frá athöfninni árið 2016
Tengdar fréttir Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11 Mótmæli gegn nautaati á Spáni Á Spáni er hefð viðhaldið sem kallast nautaat. 5. september 2016 13:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Nautaat aftur leyfilegt í Katalóníu Stjórnarskrárdómstóll sneri banni við nautaati frá 2010 við. 21. október 2016 15:11