Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 16. maí 2018 12:50 Fundur ráðherranna fór fram í Washington í gær Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“ Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“
Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24